Friday, April 13, 2007

Topp fimm bestu vorlögin sem fá mann til að langa að hlaupa um í grasinu og kasta frisbí og minna á að lífið er nú bara ágætlega skemmtilegt - Vignir

1. Modest Mouse - Float On
Þetta finnst mér vera eitt skemmtilegasta vorlag í heimi. Lagið er alveg frábært, gott vorgrúv í því og svo er Isaac Brock óeðlilega jákvæður í þessu lagi.

2. Led Zeppelin - Rock & Roll
Þetta lag er svoleiðis ekki rangnefnt! Frábært lag sem fer strax af stað og kemur manni í góðan fíling. Manni langar mest að vera í rauðum Cadillac blæju(with the top down) að keyra í gegnum eyðimörkina á leiðinni til Las Vegas. We can't stop here! This is bat country!

3. Gus Gus - Believe
Þetta lag minnir mig á að vera 14-15 ára pjakkur og hlusta á Polydistortion og Homework með Daft Punk þangað til að það komu göt á diskana! Lagið eldist líka alveg rosalega vel og er ennþá algjör snilld

4. Herbert - Something Isn't Right
Ég er bara alls ekki frá því að þetta sé vorlagið mitt í ár. Ég er reyndar alveg vel seinn á fattinu en... all is well that ends well :)

5. Yann Tiersen - Soir de fête
Þetta lag er nú held ég bara það persónulegasta á listanum. Seinasta vor var held ég bara það skemmtilegasta sem ég hef átt. Þá fór ég líka í fyrsta skipti til París með unnstunni minni. Sú ferð er einhver sú best heppnaðasta ferð sem ég hef nokkurn tímann farið í og eru allar klisjur um "Paris in the Springtime" bara dagsannar. Það eru allir afslappaðir og laid back, ástfangnir og í sleik. Þetta varð síðan lag ferðarinnar og tróðum við aldeilis oft upp á götuhornum með þessu lagi. Þegar ég hugsa um vor, þá hugsa ég um París og þegar ég hugsa um París þá hugsa ég um þetta lag. Reyndar er Amelie soundtrackið liggur við bara soundtrack borgarinnar

1 comment:

Krissa said...

ooh Believe er svo gott lag! Og Herbert lagið líka! víjj! summery!