Friday, April 20, 2007

Topp 5 mótmælalög

1. Billie Holiday - Strange Fruit
Southern trees bear strange fruit
Blood on the leaves and blood at the root
Black bodies swinging in the southern breeze
Strange fruit hanging from the poplar trees


Ég sver að ég fæ hroll í hvert skipti sem ég heyri þetta lag. Þarna er að verið að syngja um "lynching", þ.e. þegar svartir menn voru hengdir og jafnvel brenndir.

2. Sam Cooke - A Change Is Gonna Come
It's been a long, a long time coming
But I know a change gonna come


Aftur er verið að syngja um kynþáttaofsóknir í Bandaríkjunum. Þetta lag er svo tregafullt en um leið fullt af von um betri tíð og Sam Cooke syngur það ótrúlega fallega.

3. Bob Dylan - The Times They Are A-Changing
Come senators, congressmen
Please heed the call
Don't stand in the doorway
Don't block up the hall


Það er úr nógu að velja þegar kemur að mótmælalögum Dylans og þetta er kannski meira svona "call to arms" lag heldur en bein mótmæli. Ég lít samt á þetta sem mótmæli gegn eldri kynslóðinni á þessum tíma og tregðu þeirra til að breytast og aðlagast breyttum heimi.

4. Neil Young - Ohio
Tin soldiers and Nixon coming
We're finally on our own
This summer I hear the drumming
Four dead in Ohio


Fjallar um það þegar fjórir nemendur létust eftir að hafa verið skotnir af lögreglunni á mótmælum gegn innrás Bandaríkjahers inn í Kambódíu. Þetta lag spilaði Neil Young upphaflega með CSN&Y en það var samið og sungið af honum sjálfum svo ég eigna honum það bara. Hér er það í frábærri live útgáfu af Live At Massey Hall 1971.

5. The Specials - Ghost Town

Government leaving the youth on the shelf
This place, is coming like a ghost town
No job to be found in this country


Hérna var verið að mótmæla miklu atvinnuleysi á stærstu iðnaðarsvæðunum í mið- og norður Englandi í stjórnartíð Margaret Thatcher. The Specials komu frá Coventry þar sem atvinnuleysið fór yfir 20% á þessum tíma.

No comments: