Er ekki nauðsynlegt að hafa smá svona mythical beings með? Ég meina, ef einhyrningar væru til í alvöru væru þeir dýr ;) Ég næstum ofhlustaði á Who Will Cut Our Hair When We're Gone? og fannst þetta lag bara endalaust skemmtilegt og fyndið.
Man Man - Push the Eagle's Stomach
Þetta var nú bara úllen-dúllen-doff því það eru alveg 3 Man Man lög sem mig langaði að setja hérna (the other two being Spider Cider og Ice Dogs). Hreint brjálæði og skemmtilegheit og 'mústassj, mústassj, mústassj' sönglið er æði :)
Caribou - Yeti
OK, það er svosem ekkert búið að sanna að Yetis séu til, frekar en einhyrningar, en það er bara aukaatriði því ég elska elska ELSKA þetta lag! Eitt af fyrstu (ef ekki allra fyrsta) lögunum sem ég heyrði með Caribou og ég get engan veginn fengið nóg af því. Lætur mann vilja boppa hausnum, hrista rassinn, vera glaður og fagna lífinu.
The Beatles - Blackbird
Einfalt, stutt og fallegt :)
Bonnie 'Prince' Billy - Wolf Among Wolves
Úff, Master and Everyone var liggur við soundtrack lífs míns í byrjun ársins 2003. Þetta lag vekur upp svo margar minningar að ég fæ ennþá sting í magann þegar ég heyri það. Fallegt og hljómar svo ótrúlega einlægt. Ég fæ líka pínu illt í hjartað þegar ég heyri "why can't I be loved as what I am?"
Og sem very special (jafnvel honourable) mention: Wild Horses í flutningi Iron&Wine og Calexico. Yndislegt lag að öllu leyti. Hef reyndar heyrt margar góðar útgáfur af þessu lagi (og þónokkrar slæmar) en þessi er í uppáhaldi núna. Það er bara eitthvað við þessa rödd.
No comments:
Post a Comment