Tuesday, June 17, 2008
Martha Wainwright
Músíkblogg frá Seattle? Já af hverju ekki. Ég fór í pílagrímsleiðangur í plötubúðina Easy Street Records í fyrrakvöld og það var sko aldeilis ómaksins virði. Þvílíkur gimsteinn sem sú búð er. Ég keypti auðvitað allt of mikið af diskum enda voru þeir svo ódýrir að það væri allt eins hægt að gefa þá (ókei ég keypti fyrir $120 sem er ekki alveg gefins en ég fékk svo mikið fyrir peninginn!). Ég keypti nokkra glænýja og heita, nokkra sem eru búnir að vera lengi á tobuy listanum og nokkra notaða sem voru bara svo ódýrir að það hefði verið glæpur að kaupa þá ekki.
Ég keypti m.a. nýju plötuna hennar Mörthu Wainwright sem kom út á dögunum og ber hinn stórkostlega titil I Know You're Married But I've Got Feelings Too. Í alvöru talað, hversu gott nafn er það á plötu? Geggjað segi ég! Jámm en allavega eftir nokkrar hlustanir verð ég að segja að ég er nokkuð hrifin og er alveg viss um að ég verði enn hrifnari með tímanum og ég er ekki bara að segja þetta af því ég er nýbúin að drekka þrjár margarítur úti í sólinni og er þess vegna ótrúlega jákvæð. Í alvöru. Mér finnst í raun fyndin tilviljun að þessi plata skuli hafa verið að koma út núna því ég er búin að vera með lagið hennar Bloody Mother Fucking Asshole á heilanum alla þessa ferð. Mikið ósköp er það gott lag.
Martha Wainwright - Bleeding All Over You
Martha Wainwright - Love Is A Stranger (Eurythmics cover)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Heppilegt! Ég er búin að vera að horfa á Martha Wainwright mynd í plötubúðarglugga hérna og langað hellings að tékka á nýju plötunni. Hef samt aldrei hlustað neitt á hana áður og kem mér aldrei til þess.
Þetta er því fínt spark í rassinn - tékka á henni núna. Mange tak ;)
Ekkert að þakka krúsí. Þú verður samt líka að tékka á Bloody Mother Fucking Asshole bara fyrir mig því það er æði! Ég lofa!
Post a Comment