Wednesday, June 4, 2008
Tiger Trap og meiri ferðalög
Jæja nú er kominn nýr mánuður og þá er ég farin af landi brott eins og virðist vera reglan. Í þetta sinn er ég að fara til Akutan í Alaska sem er víst mesta krummaskuð veraldar. Það tekur fimm flug að komast þangað og síðasta flugið er með sextíu ára gamalli sjóflugvél... whoopdeedoo. Ef ég kemst lifandi frá því ferðalagi þá stoppa ég í Seattle á bakaleiðinni og fer að vinna um borð í togara. Já ég er svona hardcore.
Ég er búin að þefa uppi bestu plötubúðirnar í Seattle svo ég ætti að geta komið heim hlaðin nýrri tónlist sem er u.þ.b. eini ljósi punkturinn við þetta allt saman. Þangað til ný tónlist kemur í hús er ekkert annað að gera en að rifja upp eitthvað gamalt og gott. Tiger Trap var skammlíf stelpuhljómsveit sem er flokkuð sem "twee pop" af mér fróðara fólki... hvað er það? Þær náðu bara að gefa út eina plötu í fullri lengd sem heitir einmitt Tiger Trap og kom út árið 1993. Sú plata er alveg hreint frábær og ég mæli með að þið tékkið á henni ef þið getið.
Tiger Trap - For Sure af Tiger Trap
Tiger Trap - Alien Space Song af Astronautical Music Festival "7
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment