Friday, June 13, 2008

Topp 5 dýralög - Kristín Gróa


5. Devendra Banhart - Little Yellow Spider

Ég sagðist ekki vera brjálaður Devendra aðdáandi en svo eru bara tvær vikur síðan ég setti síðast lag með honum á lista. Meikar það sens? Nei en svona er ég mótsagnakennd. Þetta er bara mesta dýralag sem mér dettur í hug og það er svo fyndið og sniðugt að ég verð glöð þegar ég hlusta á það.


4. El Perro Del Mar - Dog

Hin sænska Sarah Assbring syngur hér lítið sorglegt lag... all the feelings you've got for me is like if I were a dog. Jahhá ekki er það gott.


3. Dan Deacon - The Crystal Cat

Herra Deacon fékk mjög góða dóma fyrir plötuna sína, Spiderman Of The Rings, sem kom út í fyrra en ég hef reyndar ekki heyrt hana í heild. Mér finnst þetta lag hérna samt alveg æði svo ég skil ekkert í því að ég sé ekki löngu búin að fjárfesta í plötunni.


2. M.I.A. - Bird Flu

Að láta hænsnahljóð hljóma töff á plötu er ekki auðvelt verk en það tókst!


1. Mazzy Star - Wild Horses

Af öllum þeim útgáfum sem til eru af þessu lagi þá er þessi einhverra hluta vegna í mestu uppáhaldi. Mig minnir að ég hafi upphaflega hlaðið þessu niður með Napster þegar ég var unglingur ásamt öðrum gullmolum eins og True Love Waits með Radiohead og Yellow Ledbetter með Pearl Jam sem fengu líka að óma endalaust á þessum tíma.

No comments: