Tuesday, June 3, 2008

Sebastien Tellier


Það virðist svona fimmta hver manneskja sem kemur hingað inn á síðuna vera að leita að einhverju með franska júróvisjónguðinum Sebastien Tellier svo af hverju ekki að gefa þeim eitthvað fyrir viðvikið? Divine er náttla bara besta júróvisjónlag sem ég man eftir en þar sem það hljóta allir að vera búnir að redda sér því þá skulum við líta á eitthvað annað.

Tellier er sem sagt nýbúinn að gefa út plötuna Sexuality og ég verð að viðurkenna að sjaldan hefur mér fundist tónlist og útlit tónlistarmannsins fara eins illa saman. Tjah eða ekki illa heldur meira ólíklega. Þetta er allt mjög smooth og flott og hann er svo hárugur og franskur. Hahaha en það er bara töff. Mæli sérstaklega með þessum tveimur lögum sem kveikja alveg í mér.

Sebastien Tellier - Kilometer
Sebastien Tellier - Fingers Of Steel

No comments: