Tuesday, September 15, 2009
Sarpurinn
Love, you're news to me... you're a little bit more than I'd thought you'd be
Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi sænsku hljómsveitarinnar The Cardigans. Nina Persson er auðvitað fáránlega sæt og syngur vel en mér fannst þetta allt bara eitthvað of mikil poppfroða í gamla daga þegar ég var unglingur með mótþróa og vildi ekki hlusta á neitt nema breskt indí. Ég veit þess vegna ekki hvernig í ósköpunum ég fór að hlusta á Long Gone Before Daylight, sem kom út árið 2003. Ég held ég hafi heyrt hana hjá bróður mínum og fannst hún ekki skelfileg, eignaðist svo afrit af henni sem fór stundum óvart að spilast á eftir einhverju öðru, fór að lokum að spila hana sjálfviljug og nú er svo komið að mér finnst hún virkilega góð.
Platan Long Gone Before Daylight er fimmta plata The Cardigans og kom sem áður sagði út árið 2003, heilum fimm árum eftir Gran Turismo sem var næst á undan. Það var haft eftir þeim þegar platan kom út að hér hafi þau verið að fókusera meira á lagasmíðar og performans í stað pródúseringar sem var fyrirferðarmeiri á fyrri plötum. Þetta er ekki poppaða og glaða Cardigans með ljóshærða chirpy söngkonu heldur þunglynda Cardigans með brostið hjarta og dökkhærða alvarlega söngkonu. Lögin fjalla um samskiptaleysi, barsmíðar, ástarsorg og vonleysi... sem er klárlega right up my alley! Haha. Smáskífurnar þrjár voru lögin For What It's Worth, You're The Storm og Live And Learn en þau eru að mínu mati ekkert endilega sterkustu lög plötunnar þó þau séu vissulega góð.
Showstopperinn hérna er að mínu mati hið sex mínútna langa And Then You Kissed Me sem hreyfir svo við mér í hvert einasta skipti sem ég hlusta að ég fæ sting í magann og tár í augun. Að sama skapi er 03.45: No Sleep í miklu uppáhaldi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment