Friday, September 25, 2009

Topp 5 kvennabylting breskrar samtímatónlistar

Virðulegur titill á þessum lista, ekki satt? Til að draga aðeins úr dramatíkinni þá er ég aðeins að vísa í þá staðreynd að upp á síðkastið hefur komið fram þvílík holskefla af frambærilegum og kraftmiklum ungum breskum tónlistarkonum sem er að gera góða hluti. Ég túlkaði sem sagt frelsisþemað þannig að ég hefði frelsi til að velja hvaða lista ég vildi gera ;)


5. Little Boots - Meddle

Þessi grípur mig ekkert svakalega og það er eitthvað við þetta lag sem böggar mig pínku en gefum henni séns.


4. VV Brown - Crying Blood

Synthapopp með rockabilly áhrifum og umfram allt catchy as hell.



3. La Roux - Bulletproof


Gáfað popp sem er í lagi að hlusta á svona eins og það er í lagi að hlusta á Robyn. Þið vitið hvað ég á við.


2. Florence And The Machine - Dog Days Are Over

Florence Welch og félagar hennar voru án efa einn af hápunktum síðustu Airwaves hátíðar og nú hefur hún náð mainstream velgengni en er samt ennþá töff.


1. Bat For Lashes - Sleep Alone

Ég hef ekki íslenska orðið yfir það en fyrsta orðið sem ég tengi við Natasha Khan og tónlist hennar er "ethereal".

Ethereal:

1. light, airy, or tenuous: an ethereal world created through the poetic imagination.
2. extremely delicate or refined: ethereal beauty.
3. heavenly or celestial: gone to his ethereal home.

No comments: