Friday, October 30, 2009

Topp 5 skil ekki afhverju þeir urðu ekki stærri - Georg Atli

púff langt nafn á lista. Það koma reglulega út plötur sem að maður fellur algerlega fyrir og finnst alveg það besta síðan smurt brauð. Þá skilur maður bara alls ekki af hverju í ósköpunum það eru ekki allir á sama máli og maður sjálfur!

5. Thomas Dybdahl



Þessi er norskur og hann syngur svo vel að ég skil ekki alveg afhverju hann er ekki stór allstaðar en ekki bara í skandinavíu.

Lag: Don't Loose Yourself

4. The Vines


Tja... ég veit svo sem af hverju þetta band varð ekki rosa vinsælt, söngvarinn er einhverfur (Asberger) og höndlar ekki að túra eða spila live... en þeir eru samt alveg magnaðir, áttu svona smá séns að meika það með plötunni sinni Highly Evolved áttu lög í útvarpsspilun og svona en síðan flippað söngvarinn út og rústaði sviðinu á tónleikum nokkrum sinnum og slást og lét illa en hvenær hefur það staðið í vegi fyrir hljómsveitum?!?!?! Eitt allra best live band sem ég hef séð!



Lag: Get Free

3. Grandaddy


Grandaddy er Amerísk hljómsveit sem hefði öruggleg virkað betur ef hún væri bresk. Hún varð svona næstum en ekki alveg samt...

Lag: El Caminos in the West

2. Big Star



Þetta er ein af þessum hljómsveitum sem allir ættu að þekkja. Gott pop bara, ljúfar og þægilegar melódíur, töffara gítar og röddun og allt að gerast árið 197ogeitthvað þegar allir (í Ameríku) voru að hlusta á America og Lynard Skynard og eitthvað svoleiðis. The Shins minnir mig alltaf rosa mikið á Big Star.

Lag: The Ballad of El Goodo

1. Grant Lee Buffalo/Grant Lee Phillips


Ég get ekki skil ekki hvers vegna það stukku ekki fleirri á þennan. Lílega var Grant Lee Phillips (aðalið í bandinu) bara geðveikt óheppinn að þegar hann var á hápunktinum var eitthvað í gangi sem hét/heitir grunge... þegar band eins og Nirvana er að rokka feitt er eiginlega ekkert rosa mikið pláss fyrir annað. Sorglegt samt
af því bandið hans var rosa gott og sóló plöturnar hans (það var ein að koma út um daginn einhverntíman og allir ættu að tékka á henni... allir) eru alger snilld! Platan Fuzzy er ein af mínum allra mest uppáhalds.

Lag: Fuzzy - Grant Lee Buffalo

2 comments:

Kristín Gróa said...

Veijj styð Big Star sem falla einmitt í "áhrifamiklir og awesome eftirá" grúppuna... verð aftur á móti að viðurkenna að ég er sek um að hafa aldrei hlustað á Grandaddy :P

Georg Atli said...

Það eru nefnilega ansi margir sem hafa ekki hlustað á Grandaddy, magnað band samt, mæli t.d. með plötunni Sumday