Elastica – 2:1
Don't ask for more
'Cause somewhere along the line
I've forgotten already
Vá, hvar á ég að byrja? Ég er búin að hlusta á þetta lag reglulega síðan það kom út og er ekki ennþá komið með leið á því! Til að setja það í samhengi þá kom lagið út árið 1995! Árið 1995 varð ég 13 ára...þannig að ég er búin að hlusta á það af og til næstum hálfa ævina! Svo skemmdi ekki fyrir að 2:1 var á Trainspottin soundtrackinu og Trainspotting er ein af uppáhalds myndunum mínum. Þess utan byrjaði Justine á að stofna Suede með þáverandi kærastanum sínum, hætti svo með honum og var með Damon Albarn í staðinn. Þannig að á tímabili mundi enginn eftir Elastica nema aðallega afþví að Damon og Justine voru alltaf út um allt í öllu bresku slúðri. Justine og Britpopið eru bara eitt!
Byrjunin á laginu...með trommunum, svo bassanum og svo Justine Frischmann að syngja ‚Keeping a brave face‘ með fyndnasta hreim í orðinu brave er bara pjúra æði! Svo halda þau kúlinu út allt lagið...yndi!
A la la, a la la
I'm so worried
I bought that posh clothing
But it still looks ugly
Ég neita að nota CSS, mér finnst Cansei de ser Sexy bara svo alltof flott nafn á hljómsveit til að stytta það! Platan er frábær, hljómsveitin er svöl, textarnir eru fyndnir, lagið er skemmtilegt, með fyndnum texta og yfirmáta sexy – what more can a girl ask?
The Bangles – Walk Like an Egyptian
The blonde waitresses take their trays
They spin around and they cross the floor
They've got the moves (oh whey oh)
You drop your drink then they bring you more
The Supremes - Can't Hurry Love
You can't hurry love
No, you just have to wait
You got to trust, give it time
No matter how long it takes
So true! Supremes með motown prinsessuna Diana Ross eru klárlega æði…tambúrínan, brasshópurinn og glymrandi hressleiki – já glimrandi segi ég! Breakið rétt eftir miðjuna þegar þau minnka hljóðfæraleikinn niður í bara bassann og byrja svo að bæta í aftur er yndi! Tíhí
Eina sem ég hef út á lagið að setja er að það fade-ar út…ég þoli ekki þegar lög fade-a út…ef maður semur lag verður maður að semja byrjun OG enda!
Sleater-Kinney – Jumpers
The lemons grow like tumors they
Are tiny suns infused with sour
OK, ég er búin að hlusta slatta á Sleater-Kinney, ég sá þær spila á Nasa, mér finnst þær nokk svalar og bý með S-K fan EN ég hef aldrei heillast neitt rosalega af þeim – nema þessu lagi. Þetta lag er bara æði! Gítarinn og takturinn er frábær, textinn er æði og raddirnar tvær saman eru næstum of flottar! Þegar trommurnar koma loksins almennilega inn og „lonely as a cloooud“ – úff púff svo flott!
Honorable mention (já, pínu svindl, en ég bara verð): I know what boys like með hinni ever so frábæru hljómsveit Shampoo! JÁ JÁ JÁ!!!
5 comments:
Haha Shampoo eru æði! Já og aldrei Client ha?! ;)
Bwahahhahaha Walk Like An Egyptian! Bwahahhahahahaha! Svo eitís og frábært! Og myndbandið er svo æðislega lélegt, allir að egypta ógeðslega illa
http://www.youtube.com/watch?v=MimmTdn9314
VÁ ég var búin að GLEYMA myndbandinu! Það er skelfing!!! haha
Getum við egyptað eitthvað næst þegar við hittumst?
BWAHAHA ok, svo lengi sem það kemur ekki í staðinn fyrir bezinn! ;)
Post a Comment