Friday, May 18, 2007

Topp 5 Musical Travesties - Kristín Gróa

Musical travesties... eitthvað sem hægt er að túlka á marga vegu en ég kaus að hafa "glæpir gegn tónlistinni" í huga þegar ég setti þennan lista saman. Það er auðvitað til svo mikið af slæmri tónlist að það væri efni í listasyrpu að telja það upp svo hér kemur það sem hefur ýmist lagst verst á mína sál eða er bara svo skelfilegt að það hefur svert nafn annars ágætra tónlistarmanna.

1. Creed - With Arms Wide Open

Well I just heard the news today
It seems my life is going to change
I closed my eyes, begin to pray
Then tears of joy stream down my face


Ég. Hata. Þetta. Lag. Svo. Mikið! GAHHHH! Ég tel mig almennt vera frekar víðsýna þegar kemur að tónlist en þetta er bara of mikið. Scott Stapp er náttúrulega nógu skelfilegur út af fyrir sig í wifebeaternum, með vindinn í hárinu og hnefana kreppta til himins en þegar þetta lag bætist svo ofan á allt saman þá er mér bara allri lokið. Ég trúi ekki að ég hafi virkilega náð í þetta og hlustað á það áður en ég setti það hingað inn... mig langar að skríða saman í kúlu undir borð og sjúga þumalinn.

2. Linkin Park - In The End

Keep that in mind
I designed this rhyme
To explain in due time
All I know
Time is a valuable thing


Að hæðast að Linkin Park er eiginlega of auðvelt eins og textabrotið að ofan gefur klárlega til kynna. Mér líður næstum illa yfir að gera grín að þeim þá því það er dálítið eins og að hlæja að heyrnarlausu og blindu barni. Ég meina ég efast um að þeir geti að því gert hvernig þeir líta út og hljóma enda ef þeir vissu hvað þeir eru kjánalegir þá myndu þeir gera eitthvað í því. Er það ekki? Mér skilst annars að þeir hafi verið að gefa út nýja plötu... uhm... vei.

3. Starship - We Built This City On Rock And Roll

Marconi plays the mamba
Listen to the radio
Don't you remember
We built this city on rock and roll


Að þessi hljómsveit skuli vera mjög bjöguð afmyndun á Jefferson Airplane er svo skelfileg staðreynd að ég vildi eiginlega ekki minnast á það. Það er eins og hljómsveitin hafi lent í skelfilegu kjarnorkuslysi, glatað nokkrum en stigið upp úr öskustónni sem einhverskonar fátækra manns ABBA. Ég veit ekki hvað ég á að segja.

4. Celine Dion - My Heart Will Go On

Once more you open the door
And you're here in my heart
And my heart will go on and on


Mér var aldrei í nöp við Céline Dion hérna einu sinni. Ég fílaði hana auðvitað ekki en setti hana bara í flokk með Whitney Houston og Mariuh Carey... svaka söngkona en ekki fyrir mig takk. Það var þangað til að þetta lag varð ofspilaðasta lag allra tíma og ég sver að það var bara engrar undankomu auðið á tímabili. Ojj ég fæ grænar bólur. Já og er þetta PAN FLAUTA?!

5. Genesis - Illegal Alien

Got out of bed, wasn't feeling too good
With my wallet and my passport, a new pair of shoes
The sun is shining so I head for the park,
With a bottle of tequila, and a new pack of cigarettes


Phil Collins syngur um ólöglega innflytjendur og það með mjög furðulegri gervi-mexíkóskri rödd. Algjörlega óskiljanlegt og fáránlegt lag sem ég veit eiginlega ekki hvernig á að túlka. Ég held að aðdáendur gömlu Genesis hljóti að hafa dáið smá innan í sér þegar þeir heyrðu þetta fyrst.

PS: Ekkert Muse á listanum! Who'da thunk it?

3 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Ojjj Creed Gubbb ojjj!!!!
Klettur
Rigning
Vindur
Sungið á móti vindinum
ahhhh

Krissa said...

BWAHAHAHAHA
allt svo satt!!!

Erla Þóra said...

Creed.. handboltarokk af verstu gerð ;) Góður listi annars. Skil ekki hvernig í ósköpunum ég gleymdi Linkin Park á mínum lista. Það er bara WORST band EVER! Ullabjakk.