Ég er á því að þetta hafi verið erfiðasti listinn sem ég hef gert hingað til. Ég er greinilega ekki í nægilega góðu sambandi við kvenhliðina mína og þarf að gefa stelpum meiri gaum.
1. Sleater-Kinney - Good Things
broken pieces, try to make it good again
is it worth it, will it make me sick today
it's a dumb song, but i'll write it anyway
it's an old mistake, but we always make it, why do we
Það var svo 100% öruggt að það færi lag með Sleater-Kinney í efsta sæti, það eina sem var spurning var bara hvaða lag. Ég ákvað að setja Good Things af hinni frábæru plötu Good Things sem er frá 1996. Seinasta plata Sleater-Kinney, The Woods, hefur fengið svo mikla (og verðskuldaða) umfjöllun að ég vildi minna aðeins á eldra efnið þeirra. Því miður virðist vera sem að þær hafi ákveðið að hætta störfum sem er klárlega ekki nógu gott þar sem að þetta var eitt af þessum sjaldgæfu böndum sem varð betri með hverri plötu.
2. The Bangles - Eternal Flame
Þetta lag gefur mér alltaf ótrúlega 80s nostalgíu tilfinningu fyrir gömlu tímunum með skífusímum. Ég man eftir að ég vissi að þetta væri alveg rosalega tilfinningaríkt lag þótt ég skildi ekki textann eða neitt. Væri svo til í að vita af hverju þetta lag er brennt inn á heilabörkinn minn :)
3. The Breeders - Cannonball
Þetta lag minnir mig á sumar í Kópavoginum og gamla X-ið. Skemmtilegt lag með stelpuhljómsveitinni hennar Kim Deal úr Pixies. Ég gaf þessari hljómsveit samt aldrei almennilegan séns og ætlaði mér alltaf t.d. að athuga á seinustu plötunni þeirra, Title TK, sem fékk mest tvísýnu dóma sem ég man, annað hvort var þetta geðveik plata eða best nýtt sem glasamotta.
4. CSS - A la la
Hin brazilíska stelpusveitin. Brazilian Girls komast náttúrulega ekki inn á þennan lista þar sem að sú sveit hefur einungis 25% stelpuhlutdeild en CSS kemst auðveldlega inn sökum þess að þar er bara einn strákur í bandinu, en hann semur örugglega öll lögin og textana :)
Ég var dálítinn tíma að samþykkja þetta band, fannst eiginlega ekki mikið til koma en ég man hvenær ég fattaði að þetta væri snilld. Það var í einhverju af ófáum ölæðum mínum heima hjá Kristínu þegar þessi diskur fékk að rúlla í gegn og ég komst að því að hann virkaði bara mjög vel á mann, þegar maður er með smá buzz og er í stuði.
5. L7 - Pretend We're Dead
Ég er nú frekar ánægður með að það sé bara tvö Riot Grrrl bönd á listanum en ég var farinn að óttast að það yrðu bara stelpu pönk bönd á listanum. L7 syngja hér um apathy, en mig vantar almennilegt íslenskt orð sem coverar það. Afskiptaleysi? Alla vega, fólk lætur ekki heyra almennilega í sér um það sem að skiptir máli og það finnst stelpunum í L7 ekki vera nógu gott.
Friday, May 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Piff paff PÚMM! Cannonball er eitt af all-time uppáhalds lögunum mínum í heimigeiminum...en var ekki 50:50 skipting á kvk:kk meðlimum?
Neinei voru ekki 75% konur í Breeders? Voru það allavega alveg örugglega á Cannonball tímanum... Hins vegar trúi ekki að ég hafi alveg steingleymt CSS!
Ú ú ú og Title TK er geðveikt góð! Ég keypti hana þegar hún kom út og fílaði hana alveg í botn. Ég hef svo einmitt verið að hlusta á hana í bílnum þessa viku og finnst hún enn æði :D
Post a Comment