
Rolling Stones hljóðrituðu lagið Dead Flowers í desember 1969 en það kom út á Sticky Fingers rúmu ári seinna. Eins og flest Rolling Stones lög er það samið af Jagger og Richards. Ýmsar sögusagnir eru til um merkingu textans sem vísbendingu um stirðleika í sambandi höfunda lagsins. Hvað sem orðrómum líður er þetta að mínu mati afbragðslag með afar skemmtilegum og þægilegum köntríblæ.

Kúrekinn Townes Van Zandt og rólegu vandræðaunglingarnir í Cowboy Junkies fíluðu einnig köntríið og eflaust bara lagið í heild sinni. Samt sem áður töldu þau sig hafa eitthvað við það að bæta og með ágætis útkomu.

Rolling Stones - Dead Flowers
Townes Van Zandt - Dead Flowers
Cowboy Junkies - Dead Flowers
No comments:
Post a Comment