
Það sem heltekur hug minn í dag er að á morgun kemur út ný plata frá hinni frábæru sveit Okkervil River sem er í alveg rosalega miklu uppáhaldi hjá mér. Platan nefnist The Stand Ins og er víst einskonar seinni hluti meistaraverksins The Stage Names sem kom út í fyrra. Sú plata deildi toppsætinu á mínum árslista 2007 með Hissing Fauna, Are You The Destroyer? en ég er ekki frá því að núna sé hún í enn meira uppáhaldi. Það var svo æðisgengin plata að ég er pínku hrædd við að hlusta á þessa en ég hlakka samt til. Ég hlakka mikið mikið til.
Okkervil River - Singer Songwriter
Okkervil River - Lost Coastlines
2 comments:
Víjjj gaman gaman gaman! Meira OKkervil River. Can't wait! :)
Svít! Ég var einmitt að fara að leita af tóndæmum :)
Post a Comment