Friday, September 12, 2008

Topp 5 dúettar - Kristín Gróa


5. Sonny & Cher - The Beat Goes On

Mér finnst þetta óskiljanlega skemmtilegt lag... ég held það sé takturinn.


4. Dolly Parton & Kenny Rogers - Islands In The Stream

Ég eins og allt of margir á mínum aldri heyrði þetta lag í fyrsta sinn sem rapp með viðlagið eitthvað í líkingu við Ghetto Superstar... that is what you are.... Þvílík misþyrming. Já en ég veit að þetta er nett hallærislegt lag en mér finnst það samt alveg æði. Ég er líka svoddan sökker fyrir hallærislegheitum.


3. Serge Gainsbourg & Jane Birkin - Je T'aime... Moi Non Plus

Hér er verið að taka dúettinn alveg á annað plan... fjúff ég roðna bara.


2. Peter Gabriel & Kate Bush - Don't Give Up

Á einhvern hátt er alveg rökrétt að Peter Gabriel og Kate Bush hafi tekið upp lag saman. Lagið er ofboðslega fallegt og myndbandið mjög eftirminnilegt í einfaldleika sínum.


1. Nancy Sinatra & Lee Hazelwood - Some Velvet Morning

Mjög súrrealískt lag en samt svo frábært. Koverið hjá Primal Scream og Kate Moss er jafn vont og þetta lag er gott. Ughh.

1 comment:

Krissa said...

The Beat Goes On takturinn er æði æði en ég meika bara engan veginn Sonny&Cher ;P