Saturday, September 13, 2008

Dúettar - Kristmundur

Girl from the North Country – Dylan og Cash
Martin Carthy er 67 ára Englendingur sem gutlaði stundum
á gítar á sjöunda áratugnum. Þegar sá gállinn var á honum
spilaði hann sína útgáfu af ensku þjóðlagi frá miðöldum
er nefndist Scarborugh Fair. Þegar Bobby D kíkti yfir til
Englands 1962 hitti hann kappann, heyrði lagið og ári
seinna kom Girl from the North Country út á Freewheelin.
Nýjar hæðir náðust þegar Cash tók þetta með honum á
Nasville Skyline. Textinn og melódían svipar óneitanlega
mikið til þess gamla þjóðlags, Scarborugh Fair.

Scarborugh Fair – Simon og Garfunkel
1965 skottaðist Paul Simon yfir til Englands og hitti
títtnefndan Martin Carthy sem spilaði áfram gamla
þjóðlagið Scarborugh Fair eins og enginn væri
morgundagurinn. Þegar Simon kom heim gaf hann lagið
út með ögn breyttri melódíu en nánast sama texta og
sunginn var á hinum myrku miðöldum og skrifaði sjálfan
sig og Garfie fyrir öllu draslinu. Martin varð brjálaður.

Redemption song – Johnny Cash og Joe Strummer
Johnny Cash stóð á sama um þessar deilur og reyndist
rödd hins skynsama málaliða sem reyndi að sætti alla
aðila. Löngu seinna, þegar hann fór að vinna með
upptökuvisardinum Rick Rubin, tók hann eftir aulalegum
flækingi sem dundaði allt í kring í stúdíóinu. Hafði
sá lagt í vana sinn að klifra yfir girðinguna við
heimili Rubins til að geta leikið sér í sundlauginni
hans (sem var víst uppáhaldslaug kauða í allri LA).
Eftir nokkurra vikna stúdíóvinnu spurði Cash loks
hver í ósköpunum þessi gígalói væri. Kom í ljós að
flækingurinn hét Joe Strummer.

Annar hafði kántríbakgrunn, hinn pönkbakgrunn svo það
lá beint við að taka reggílag.

Henry Lee – Nick Cave og PJ Harvey
Strummer var vitaskuld leiðtogi The Clash og einn þeirra
fjölmörgu er hóf tónlistarferilinn á að búa til reiðilegt
pönk. Þess konar fólk hélt oft áfram og gerði frekari
tilraunir. Björk og Sykurmolarnir, já jafnvel Bubbi eru
innlend dæmi um tónlistarmenn sem uxu út frá pönkplöntunni.
Cave er ástralska dæmið. Hann og PJ Harvey gerðu þennan
svuntufína dúett í anda hryllingsrómantíkur.

World Destruction – Johnny Rotten og Afrika Bambaataa
Og talandi um pönk. Einn besti sonur pönksins, Johnny
Rotten var annar helmingur banvæns dúetts frá árinu 1983.
Hann skeggræddi heimsendi við Afrika Bambaataa (föður
fönksándsins) og markaði samstarfið tímamót þar sem þetta
var í fyrsta sinn sem rokk og rapp rann saman. Þetta er
jafnframt eina lag listans sem er ekkert sérlega gott.
Kemur þó ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa gaman af því.

No comments: