Friday, September 12, 2008

Topp fimm dúettar Árna

Góðan og blessaðan daginn. Þessi listi var gerður við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem hljóðið fékkst ekki til að virka. Ég þurfti því að reiða mig á minnið!!!
Þetta var niðurstaðan

Michael Cera og Ellen Page - Anyone else but you

Lítið og skondið lag úr skemmtilegri mynd sem sýndi manni að krúttið er síður en svo dautt (hélt það nefnilega eftir að ég sá Múm á Airwaves í fyrra en þá var þetta bara orðið að stuðbandi) hér úir og grúir af keðjusöng, lo fi gæðum, frönskum innskotstextum og fölskum gíturum.

Megas og Björn Jörundur - Ef þú smælar framan í heiminn

Rödd Björns er eins og svona aðeins slípaðri útgáfa af skældum rómi Megasar. Heppilegt að þeir skyldu vera uppi á svipuðum tíma.

Súkkat - Vont en það venst

Íslensk þjóðarsál súmmeruð upp í eina stuðlaða málsgrein.

Benny Anderson og Povl Dissing - Svantes lykkelig dag

Tveir danskir kallar sem uppgötva nirvana...það er þegar kaffið er klárt.

Tvíhöfði - Condionador

Ég er ekki frá því að Tvíhöfði nái að minnsta kosti með tærnar þar sem Flight of the Conchords hafa svona miðja ilina. Ég átti í mestu vandræðum með að velja en tók þetta því ég hafði ekki heyrt það lengi og Dorrit er enn skemmtileg.

1 comment:

Krissa said...

Gaaah ég trúi ekki að ég hafi gleymt Michael Cera og Ellan Page! Ég elska elska elska þetta lag!