Wednesday, June 25, 2008
Fleet Foxes
Ég var ekkert búinn að sjá eða heyra í þessu bandi fyrr en ég sá að fyrsti almennilegi frumburður þeirra fékk 9 í einkunn á Pitchfork. Þar sem að ég lifi skv. þeirri reglu að það sé ekki oft að marka dóma Pitchfork en allar plötur sem fá yfir 7,5 þar eru í hið minnsta áhugaverðar. Þess vegna ákvað ég nú að tjekka á þessari plötu. Fleet Foxes eru 5 drengir frá Seattle sem gefa plöturnar sínar út hjá Sub Pop
Ég veit ekki alveg hvar ég á að staðsetja Fleet Foxes. Manni verður hugsað til rólegri útgáfu af My Morning Jacket vegna raddar söngvarans. Beach Boys koma af og til í hugann vegna flottar röddunar. En í raun er þetta bara mjög jarðbundið bandarískt rokk. Maður fær á tilfinninguna að platan hafi örugglega verið samin í kofa í Vermont og svo unnið betur í lögunum þegar í siðmenninguna var komið.
Lagasmíðarnar á þessari plötu eru nefnilega hennar lang sterkasti hluti. Lögin hafa það yfir sér að það hefur örugglega verið legið yfir þeim í einhvern tíma og það virðist vera einmitt nógu mikið af öllu í hvert sinn. Það er ekki verið að hrúga óþarfa hljóðfærum þegar ekki þarf þess. Það sést t.d. í lokalaginu Oliver James sem þarf ekki neitt meira en kassagítar og söng og í endann á laginu þegar gítarnum er meira að segja sleppt þá grípur það mann algjörlega og er frábær endir á plötunni.
Ég mæli alveg með að þú tékkir á þessu. Ég læt hér fylgja tvö lög af plötunni.
Your Protector gefur góða mynd af rólegri lögum plötunnar.
He Doesn't Know Why er aðeins meira upbeat lag og bæði þessi lög sýna styrk lagasmíða þessara kumpána.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Mikið er ég ánægð með þig Vignir! :) Ég keypti þessa um daginn og kolféll fyrir henni við fyrstu hlustun. Ég sver að söngvarinn hlýtur að vera frændi Jim James því það er liggur við truflandi hvað þeir syngja líkt! Ég veðja á að þessi plata verði mjög ofarlega á ansi mörgum árslistum í þetta sinn.
*roðn*
Maður reynir sko! Ég sé einnig fram á að þessi plata endi ofarlega á listum. Spurning um að gera hálfsárslista?
Ertu búin að mynda þér skoðun á No Age?
Jább ég er ótrúlegt en satt búin að taka þá í sátt. Keypti plötuna og hún meikar sens... ég efast um að þetta verði mikil uppáhaldsplata en ég fílana samt. En þú?
Ég er nefnilega ekki búinn að komast í hana. Hún er ekki til á horninu hérna og ég er búinn að bragða á tveimur lögum og ég er ekki alveg nógu viss ennþá með þetta
Post a Comment