Hér er af nógu af taka! Hefjast þá leikar... með smá bíómyndaívafi, en alveg óvart!
5. Big Dee Irvin - Swingin on a Star
Svo catchy að þetta var bound to be a hit í gamla daga. Og enn þann daginn í dag festist viðlagið í hausnum á manni reglulega. Þetta lag var líka notað á ansi skemmtilegann hátt í Bruce Willis myndinni Hudson Hawk.
4. The Knack - My Sharona
Kom út 1979 en maður er enn að heyra þetta reglulega. En The Knack? Maður heyrir nú ekkert annað frá þeim. Skemmtilega notað í Reality Bites.
3. Blind Melon - No Rain
THE one hit wonder. Kunna allir þetta lag og muna eftir krúttlegu stelpunni í býflugnabúningnum en fæstir muna eftir því að hafa heyrt eitthvað annað með Blind Melon.
2. The Contours - Do You Love Me
Þetta lag var eins smells undur á sjöunda áratugnum. Varð svo vinsælt aftur á níunda áratugnum eftir að lagið var notað í Dirty Dancing. Ég játa mig seka og viðurkenni að ég hreinlega get ekki setið kyrr þegar ég heyri þetta lag. Tjútt!
1. Lisa Loeb - Stay
Hvað varð um Lisu Loeb? Hver veit! Þetta lag dáði ég og dýrkaði 1990-og-eitthvað. Lag úr Reality Bites aftur, klikkar ekki.
(Honorable mentions verða að fá fylgja: Snow - Informer (so bad it's good), Crash Test Dummies - Mmm Mmm Mmm Mmm (fáránlega catchy humm), Sugar Hill Gang - Rapper's Delight (hip di hip), The Buggles - Video Killed the Radio Star)
Friday, July 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Blind Melon gerðu nú líka hrikalega flotta útgáfu af Three is the magic number sem var spiluð útí eitt einu sinni.
Gefum þeim það lag líka :)
Glæpur að kalla Blind Melon "One Hit Wonder" hljómsveit!
Post a Comment