Það er voðalega erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað er eins smells undur og hvað ekki. Einhver sem átti aðeins einn risasmell hefur kannski starfað sem tónlistarmaður með ágætis árangri fyrir og eftir smellinn og nýtur mikilla vinsælda í t.d. indieheiminum þó hinn almenni útvarpshlustandi kannist bara við risasmellinn. Það er erfitt að vita hvar á að draga línuna...
5. Gary Jules - Mad World
Hvað segir það um mann ef eini hittarinn er cover lag? Ég veit það ekki en hann gerir þetta vel.
4. Cornershop - Brimful Of Asha
Þetta fær sæti á lista í tilefni sólarinnar!
3. Edwyn Collins - A Girl Like You
Svo svalt.
2. Blind Melon - No Rain
Söngvarinn dó úr dópi og þá var allt búið. Kannski hefðu þeir aldrei orðið að neinu númeri hvort sem er? Ég og Krissa vorum einmitt að rifja upp um daginn að No Rain er ultimate aldurstestið. Ef þú getur sungið með textanum umhugsunarlaust þá ertu á réttum aldri en annars ertu of ungur eða of gamall. Það þarf ekki að spyrja að því að við erum á réttum aldri ;)
1. The Knack - My Sharona
Þetta er hið eina sanna eins smells undur... þvílíkur slagari.
Friday, July 3, 2009
Topp 5 eins smells undur - Kristín Gróa
Labels:
Blind Melon,
Cornershop,
Edwyn Collins,
Eins smells undur,
gary jules,
The Knack
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Bwahahahhahah !!!! það er rétt.. gott að ég er á réttum aldri líka!
Post a Comment