Friday, October 30, 2009

Topp 5 skil ekki af hverju þeir eru ekki stærri - Kristín Gróa

Það er pínu erfitt að gera þennan lista því satt að segja þá skil ég alveg af hverju sum tónlist sem ég fíla mun aldrei verða vinsæl. Þá er hins vegar spurning um hvernig maður skilgreinir vinsældir því einhver getur verið stórstjarna í augum ákveðins hóps á meðan almenningur hefur aldrei heyrt nafn viðkomandi.


5. Augie March

Ég hef áður grátið það hér hversu óþekktir Augie March eru utan heimalandsins Ástralíu. Þetta er svona vel spiluð, útpæld tónlist með góðum textum en samt ekki boring og sálarlaus... að mínu mati.

Augie March - Addle Brains


4. Frightened Rabbit

Platan Midnight Organ Fight sem kom út í fyrra fór held ég framhjá mörgum... eða var ég ein um að finnast hún frábær? Þetta breakup lag inniheldur hina gullnu setningu "You're the shit and I'm knee-deep in it". Classic.

Frightened Rabbit - Backwards Walk


3. Love

Love fær hér sæti á lista fyrir allar hljómsveitirnar þarna úti sem náðu aldrei megavinsældum á starfstíma sínum en urðu eftirá mikils metnar og áhrifamiklar.

Love - Alone Again Or


2. Richard Hawley

Það er erfitt að skilgreina markhóp fyrir tónlist Richard Hawley. Konur um sjötugt? Þetta er unaðslega falleg tónlist með fallega gerðum textum, sungin af manni með flauelsrödd og hljómar eins og hún komi frá allt öðrum tíma. Ef hann hefði gert tónlist fyrir 50 árum þá hefði hann orðið stórstjarna.

Richard Hawley - Just Like The Rain


1. Coconut Records

Maður hefði nú haldið að Jason Schwartzman fengi meira umtal og athygli fyrir tónlistina sína, sérstaklega þar sem hún er awesome. Btw þá ættu allir að horfa á nýju Bored To Death þættina hans því þeir eru frrrrrrábærir. Takk.

Coconut Records - West Coast

1 comment:

Georg Atli said...

Aaaah Frightened Rabbitt. Gleymdi þeim... ég held að það sé hollt fyrir alla að hlusta á þá.