Jájájájá.... allt að gerast bara, af því að við erum búin að vera svo dugleg að skrifa í Sarpinn (sem verður fastur á þriðjudögum hér eftir) ætlum við að byrja með svona smá nýtt á móti honum. Í hverjum mánuði verður valin plata mánaðarins og hún kynnt svona þokkalega fyrir ykkur (vonandi). Þetta verður svona nýtt/nýlegt efni, en við ætlum að leyfa okkur að hafa þessi hugtök soldið teygjanleg þannig að enginn má verða brjálaður ef að platan sem við veljum er ekki alveg glæný! Planið er sem sagt að velja einhverja plötu og koma með smá kynningu í byrjun mánaðar og svo kæmi nýtt lag af plötunni í hverri viku eftir það og kannski einhver smá meiri umfjöllun... ef við nennum.
Það má alveg endilega senda inn tilnefningar um plötur í bæði Sarpinn og Plötu mánaðarins, en ég ætla ekkert að lofa því að við veljum það... eins má alveg ennþá senda inn hugmyndir um nýja lista... en allavega þá er fyrsta plata mánaðarins....
Girls - Album
Mér finnst þessi hljómsveit óþolandi!
Nafnið á bandinu er óþolandi Nafnið á plötunni er fáránlega óþolandi! Hæpið sem fylgir þessari hljómsveit er mest óþolandi, prufiði bara að googla hana, 94 milljón hits, ok ég átta mig alveg á því að það er hellingur þarna sem hefur nákvæmlega ekkert með bandið að gera en common það eru fleirri hit en Bítlarnir og Led Zeppelin til samans (það er satt, prufiði bara), og Pitchfork valdi Girls á lista með 500 bestu lögum áratugarins (sæti 383) áður en platan kom út. En mest af öllu finnst mér óþolandi hvað þrátt fyrir það hvað þetta er eitthvað kjánaleg hljómsveit þá er hún geðveikt góð!!! Þetta er ein af þessum plötum sem eiga eftir að verða allstaðar þegar árslistarnir birtast og á það algerlega skilið.
ó já, platan kemur út hjá True Panther, sem Matador á, og opnunarsíðan (fyrsti glugginn) þeirra er líklega mest óþolandi.
Aðal maðurinn í bandinu heitir Christopher Owens (það er þessi í Suede bolnum)og hann er svona gaur sem á annað hvort eftir að verða svona legendary cult hetja í músik eða brenna upp og enginn á eftir að muna eftir honum eftir 2 ár... ég held þetta fyrsta,þó það sé ekki nema bara útaf sögunni hans. Hann ólst upp í svona klikk amerískum sértrúarsöfnuði, sem heitir Children of God (í alvöru, hann heitir það) og þegar að söfnuðurinn neitaði að leyfa foreldrum hans að fara og sækja sér læknishjálpar fyrir eldri bróðir hans (sem dó) þá stakk pabbi hans af. Þetta varð til þess að þau mamma hans voru næstum útskúfuð úr hópnum og þurftu að búa á götunni (en samt innan samfélagsins) og yfirmenn hópsins þvinguðu mömmuna til að selja sig. Christopher stakk af 16 ára og var útigangsmaður þangað til að milljónamæringur frá Texas fann hann og tók hann undir sinn verndarvæng (án djóks!). Þá hittir Christopher, Chet 'JR' White og þeir verða vinir, taka ótrúlega mikið magn af pillum og öðru dópi og búa til þess plötu... sem heitir þessu svaka frumlega nafni: 'Album'.
En eins og ég sagði þá er platan alveg frábær. Hún angar af sumri og stuði (orðaleikur) alveg langar leiðir og það er ekki hægt að hlusta á hana og fá ekki amk 2 lög brennd inní heilann. Þetta eru einfaldir textar og melódíurnar er svona lo-fi indie pop/rock. Ég þykist heyra áhrif frá Spiritualized (einni af mínum uppáhalds) og Grizzly Bear og Ariel Pink og meira að segja pínu Buddy Holly. En þó að þetta sé svona mikið stuð og partý þá er samt einhver drungi yfir þess öllu (kannski ekki annað hægt?) en samt svona jákvæðnis drungi, eins og "allt var einu sinni alveg ömurlegt og ég er ekki alveg kominn yfir það en það er eitthvað miklu betra að taka við núna"- stemmning!? Einni gallinn við þessa plötu sem ég get bent á er að lögin eru öll rosalega ólík. Þetta er svona eins og ekkert sérstaklega hreinn heitur pottur, það er allskonar drasl í honum sem þú veist kannski ekkert endilega afhverju það er þarna, en hann er samt heitur og notalegur... en einhvern veginn er það samt einn af kostunum við plötuna.
Ég ætla að setja fyrstu smáskífuna af plötunni hérna fyrir neðan. Frábært lag sem er frekar rólegt í byrjun og gírast svo aðeins upp í lokin, og svo samkvæmt planinu kemur annað lag í næstu viku og svo framvegis þangað til í desember þegar að það kemur ný plata.
Girls - Hellhole Ratrace
og líka vídjó.
Georg Atli
Sunday, November 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment