Friday, November 27, 2009

Topp 5 50's



5. Little Richard - The Girl Can't Help It

Þetta lag frá árinu 1956 er ekki allra þekktasta lag Little Richard en það er stórskemmtilegt!


4. Chuck Berry - Maybelline

Þessi umdeildi og margfangelsaði rokkari á mörg af þekktustu early rokk lögunum... Maybelline, Roll Over Beethoven, Sweet Little Sixteen, No Particular Place To Go, Johnny B. Goode, Rock And Roll Music o.fl. o.fl.


3. Buddy Holly - Everyday

Gleraugnaglámurinn sem lést í sama flugslysi og Ritchie Valens og The Big Bopper var einn af stærstu stjörnum rokksins og þó hann hafi verið aðeins 23ja ára þegar hann dó þá var hann búinn að setja sinn svip á rokksöguna.


2. Ray Charles - What'd I Say

Eftir að hafa notið nokkurrar velgengni í R&B geiranum þá var það þetta lag sem gerði Ray Charles loks að stórstjörnu. Útgáfa þessa lags er jafnvel talin hafa markað upphaf soul tónlistarinnar.


1. Elvis Presley - Love Me Tender

Konungur rokksins kom fram á sjötta áratugnum svo hann verður eiginlega að fá toppsætið. Þetta lag frá árinu 1956 er eitt af uppáhalds Presley lögunum mínum. Einfalt og fallegt.

No comments: