Rerun pælingin er sú að við fáum séns á að endurtaka gamlan lista eða gera lista sem við misstum af á sínum tíma. Ég er nú þokkalega sátt við listana mína og hef ekki misst af mörgum svo sá listi sem ég valdi er listi sem er líklega aldrei eins hversu oft sem maður gerir hann. Listinn er topp 5 á föstudegi og birtist upphaflega föstudaginn 1. ágúst 2008. Hugsunin á bak við þennan lista var sú að segja frá þeirri tónlist sem var okkur efst í huga þann föstudaginn. Síðast listaði ég upp stök lög en nú ætla ég að lista upp þær 5 plötur sem eiga hug minn allan þessa stundina. Síðasti listi hljóðaði svo:
5. Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)
4. Fleetwood Mac - Angel
3. Beck - Gamma Ray
2. Lykke Li - Dance Dance Dance
1. The Felice Brothers - Roll On Arte
Nýi listinn er svona!
5. The Flaming Lips - Embryonic
Ég skal viðurkenna það að ég var búin að missa þann litla áhuga sem ég hafði á The Flaming Lips og var því nákvæmlega ekkert spennt fyrir þessari plötu. Ég hlustaði á sínum tíma talsvert á The Soft Bulletin og Yoshimi Battles The Pink Robots en þær kveiktu samt aldrei almennilega í mér og þegar kom að At War With The Mystics þá nennti ég henni ekki alveg. Það var því frekar af einhverri undarlegri skyldurækni sem ég gaf tvöföldu plötunni (já vei hugsaði ég kaldhæðnislega) Embryonic séns. Góð ákvörðun!
The Flaming Lips - Convinced Of The Hex
4. The Mountain Goats - The Life Of The World To Come
Ég hef aldrei almennilega kveikt á The Mountain Goats en gaurinn er nánast með cult following svo ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að gefa honum almennilega séns. Viti menn, ég held að þessi nýja plata sem er uppfull af Biblíutilvísunum og frábærum textum hafi loksins kveikt á perunni minni.
The Mountain Goats - Genesis 30:3
3. Girls - Album
Topp fimm plata mánaðarins er að sjálfsögðu búin að vera í heavy rotation síðustu vikur. Tóndæmi birtist síðastliðinn mánudag og fleiri munu birtast út mánuðinn. Watch this space!
2. El Perro Del Mar - Love Is Not Pop
Eftir hina frekar daufu From The Valley To The Stars sem olli mér nokkrum vonbrigðum gefur Sarah Assbring allt í einu út alveg hreint frábæra plötu. Þetta er breakup plata með upphafi og endi og hún er bara ótrúlega heilsteypt og flott. Mæli með að þið tékkið á þessari.
El Perro Del Mar - Gotta Get Smart
1. Julian Casablancas - Phrazes For The Young
Þessi er gjörsamlega nýdottin í hús og er því last minute addition á listann. Julian Casablancas hefur í heildina fengið alveg ágætis dóma fyrir sólóplötuna sína og ég verð að segja að hún grípur mig gjörsamlega við fyrstu hlustanir. Þetta er öðruvísi en ég bjóst við en á góðan hátt. Þetta er partídansiplata með niðurdrepandi textum... svona það er allt svo mikill bömmer að það eina sem ég get gert er að fá mér einn drykk í viðbót og dansa dansa dansa til að gleyma. Namm.
Julian Casablancas - Out Of The Blue
Friday, November 6, 2009
Topp 5 rerun - Kristín Gróa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment