Tuesday, November 24, 2009

Plata mánaðarins.

Síðasti hlutinn af þessari umfjöllun um plötuna Album með Girls kemur degi of seint en það verður bara að hafa það.


Í þessum síðasta hluta gat ég eiginlega ekki gert upp á milli tveggja laga, þannig að ég ætla bara að pósta þeim báðum.

Fyrra lagið heitir Summertime og það er enn eitt hressandi lag af þessari hressu plötu. Eins og flestir gætu giskað á fjallar lagið um sumarið, það er skrifað eins og listi um það sem söngvaranum finnst skemmtilegast að gera á sumrin eða kanski um það hvað hann hlakkar til að gera um sumarið, lagið er svona rólyndis sumarlag sem er líklega mjög svipað sumarstemningunni hjá Girls (amk ef það er eitthvað að marka allar lyfja staðhæfingarnar þeirra). Við fyrstu hlustun er lagið ekkert flóknara en svona sumarfílíngslag en síðan las ég á netinu að Christopher Owen hafði hætt með kærastanum/kærustunni (netmiðlarnir voru ekki alveg sammála sko) rétt áður en hann samdi þetta (og reyndar önnur lög líka) og þá fær lagið allt annann blæ yfir sig, þá verður þetta eins og saknaðarlag. Þessi saga er reyndar bara svona slúður (ég fann þetta bara á einhverjum síðum sem ég man ekki einusinni hvað heita) en það er samt soldið merkilegt hvernig tilfiningin í laginu breytist við svona smá staðhæfingu...

Lay in the park
Smoke in the dark
Get high like I used to do
Summertime, soak up the sunshine with you
Summertime, soak up the sunshine with you


Hitt lagið heitir Laura og það er svona lag sem fær mann til að halda að það sé eitthvað smá vit í slúðrinu sem ég skrifaði um áðan:

Where did it start?
We used to be friends
Now when I run into you, I pretend I don't see you
I know that you hate me

...

I know I've made mistakes
But I'm asking you give me a break
I really wanna be your friend forever
Friends forever

Það er nú líka smá spurning hvort bakgrunnurinn að lögunum skipti nokkru máli... lagið er þrusugott og skemmtilegt og hér er vídjóið:



Platan er semsagt rosa góð og ég er alveg handviss um það að hún á eftir að vera á velflestum árslitunum hjá stóru tónlistarmiðlunum og líka mörgum af þeim litlu. Þetta er svona ekta Kaliforníu-sólar-hlustaðirosamikiðáBeachBoysogsurferrokk/pop-plata sem er búið að bæta við alveg rooooooosalega mikið af eitulyfjum og vitleysu, það er ekkert verið að finna upp hjólið eða neitt.... en hún er bæði hress og góð!

Svo kemur ný plata í næsta mánuði sem að hún Kristín Gróa ætlar að skrifa um... stay tuned!

No comments: