Ef ég fengi að ráða hvaða lög yrðu spiluð í minni jarðaför þá kæmu eftirfarandi fimm lög sterklega til greina. Jarðaför er vissulega sorglegur hlutur, en ég myndi gjarnan vilja að það væri smá dass af húmor í minni jarðaför.
5. You'll Never Walk Alone - Gerry & The Pacemakers
Þetta er vissulega fallegt lag en það yrði spilað í minni jarðaför eingöngu til að stríða þeim vinum mínum sem halda ekki með Liverpool. Og draumurinn er náttúrulega sá að lagið verði í karíókí útgáfu og allir yrðu að syngja með. Það væri góður lokahrekkur.
4. No One But You - Queen
Ekki það að ég sé að plana það að deyja ungur, en þetta lag er fallegt og gott svona til að drepa niður stemminguna sem myndaðist við að spila You'll Never Walk Alone.
3. Death Is Not The End - Bob Dylan
Jæja nú er um að gera að hressa mannskapinn aðeins við, því dauðinn er alls ekki endirinn, eða hvað?
2. On The Evening Train - Johnny Cash
Þetta er um það bil sorglegasta lag sem ég hef heyrt. Ef ég væri ekki þetta ótrúlega karlmenni sem ég er, þá mundi ég brotna saman og gráta í hvert sinn sem ég heyri það.
1. Way Down In The Hole - Tom Waits
Og smá húmor í endann, þetta myndi til dæmis sóma sér vel á meðan það væri verið að bera kistuna út úr kirkjunni eða bara á meðan það væri verið að láta hana síga í gröfina.
Og að lokum þá væri ég alveg til í að mín jarðaför væri eitthvað í líkingu við jarðaför Graham Chapman.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment