Thursday, November 26, 2009
Sarpurinn
Það er nú oft þannig að það er ekki endilega besta eða mest groundbreaking plata hljómsveitar sem er í mestu uppáhaldi hjá manni. Mjög oft er það einfaldlega fyrsta platan sem maður heyrir og grípur með viðkomandi hljómsveit sem festir sig í sessi sem go-to platan. Sarpur vikunnar fjallar einmitt um þannig plötu en það er síðasta plata hljómsveitarinnar Pavement, Terror Twilight.
Þessi þykir yfirleitt alls ekki jafnast á við t.d. Slanted And Enchanted eða Crooked Rain, Crooked Rain en þegar ég ákvað 18 ára gömul að mig langaði að fara að tékka á þessari Pavement hljómsveit þá var þetta eina platan sem var til í Bókaskemmunni á Akranesi. Ó hve hlutirnir hafa breyst og ó hversu gömul ég er orðin (og ó hversu skrítið er að þessi plata hafi verið til í Bókaskemmunni svona eftir á að hyggja... en það er önnur saga).
Eins og fyrr segir þá er þetta síðasta plata hljómsveitarinnar og var upphaflega planið að fá engan utanaðkomandi pródúser en þar sem vinnan fór seint og illa af stað var Radiohead ofurpródúserinn Nigel Godrich fenginn til að pródúsera plötuna. Á þessum tímapunkti var kominn upp pirringur í hljómsveitinni og það dró ekki úr að hljómsveitarmeðlimum fannst pródúserinn leggja fullmikla áherslu á Stephen Malkmus enda er tilfellið að öll lögin á plötunni eru eftir Malkmus og hinir meðlimirnir fá bara rétt svo að spila með. Það var örugglega hundfúlt og fýlan jókst bara á túrnum sem fylgdi plötunni. Það var að lokum Malkmus sem tók af skarið og hætti í hljómsveitinni og þar með var allt bú.
Þrátt fyrir allt dramað við gerð plötunnar og túrinn þá er hún bara drullugóð enda af Pavement standard sem verður að viðurkennast að er mjög hár. Lagið Spit On A Stranger byrjar plötuna af krafti, um miðbikið má heyra Billie þar sem sjálfur Johnny Greenwood spilar á munnhörpu og svo lýkur henni á ...and Carrot Rope sem mig minnir að hafi verið spilað eitthvað í íslensku útvarpi á sínum tíma.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment