Vegna tæknilegra mistaka gat ég ekki skrifað í Sarpinn í gær... hérmeð verður það leiðrétt.
Tiny Cities - Sun Kil Moon
Það er líklega erfitt að finna tvær hljómsveitir með jafn ólíkan tónlistar stíl og Modest Mouse, með sitt hvítt rusl-óhljóða rokk og hinn mjög svo brenglaða snilling Isaac Brock í fararbroddi og síðan rólega tregafulla Sun Kil Moon, þar sem Mark Kozolek (maður sem gæti örugglega dregið lífsneistann úr Mary Poppins með þyngstu lögunum sínum) er aðall, en...
Árið 2005 kom coverlagaplatan Tiny Cities út, á henni eru einmitt bara lög eftir Modest Mouse í flutningi Sun Kil Moon (Mark Kozelek finnst gaman að covera lög, hann hefur gefið út plötur með AC/DC, Kiss og Simon & Garfunkel coverum, og hann er líka mjög áhugasamur um lög John Denver og hefur gefið nokkur cover eftir hann út og nú var það sem sagt Modest Mouse). Á plötunni birtist algerlega ný sýn á Modest Mouse, lögin eru nánast óþekkjanleg í þessari útfærslu.
Á þessari plötu er það greinilegt að Mark Kozelek er mikil aðdáandi Modest Mouse og þá sérstaklega Isaac Brock og teextagerðinni hans, hann hægir á og teygir lögin einhvern veginn til þannig að hlustandinn þorir varla að anda svo brothætt er útsetningin (Exit does Not Exist). Textanum er hampað og í stað þess að kaldhæðnin í upprunalegu lögunum sé svona áberandi þá með einföldum áherslubreytingum í röddinni þá dregur hann úr henni og heyrir maður bara votta fyrir henni og textarnir verða aftur á móti mun aðgengilegri fyrir vikið (Tuckers Atlas).
Útfærsla Sun Kil Moon er rosalega innileg á allan hátt eins og nokkurs konar aðdáendabréf skrifað af Mark Kozelek til Isaac Brock. Mér finnst mjög erfitt að draga eitthvað eitt lag út sem uppáhalds en myndi líklega benda á Tiny Cities Made of Ashes og Grey Ice Water. Á Tiny Cities er það bara ljúf gítarmelódían og röddin hans Mark Kozelek sem bera lagið uppi og tilfinningin er svo innileg að það er eins að lagið sé ekki spilað af plötu heldur er eins og þeir séu einhversstaðar rétt hjá manni, í sama herbergi að spila á litlum tónleikum bara fyrir fáa útvalda. Grey Ice Water er svo mjög undarlegt að hlusta á (sérstaklega ef maður kannast við upprunalegu útgáfuna)stíllinn er mjög latin, svona eins og það sé hópur af Spánverjum að spila rólega lagið sitt á einhverjum tapas bar.
Mér finnst þessi plata alger snilld og ein allra best coverplata sem hefur verið gerð... alveg sama hvað pitchfork segir!
Wednesday, November 18, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment