Wednesday, June 25, 2008
Fleet Foxes
Ég var ekkert búinn að sjá eða heyra í þessu bandi fyrr en ég sá að fyrsti almennilegi frumburður þeirra fékk 9 í einkunn á Pitchfork. Þar sem að ég lifi skv. þeirri reglu að það sé ekki oft að marka dóma Pitchfork en allar plötur sem fá yfir 7,5 þar eru í hið minnsta áhugaverðar. Þess vegna ákvað ég nú að tjekka á þessari plötu. Fleet Foxes eru 5 drengir frá Seattle sem gefa plöturnar sínar út hjá Sub Pop
Ég veit ekki alveg hvar ég á að staðsetja Fleet Foxes. Manni verður hugsað til rólegri útgáfu af My Morning Jacket vegna raddar söngvarans. Beach Boys koma af og til í hugann vegna flottar röddunar. En í raun er þetta bara mjög jarðbundið bandarískt rokk. Maður fær á tilfinninguna að platan hafi örugglega verið samin í kofa í Vermont og svo unnið betur í lögunum þegar í siðmenninguna var komið.
Lagasmíðarnar á þessari plötu eru nefnilega hennar lang sterkasti hluti. Lögin hafa það yfir sér að það hefur örugglega verið legið yfir þeim í einhvern tíma og það virðist vera einmitt nógu mikið af öllu í hvert sinn. Það er ekki verið að hrúga óþarfa hljóðfærum þegar ekki þarf þess. Það sést t.d. í lokalaginu Oliver James sem þarf ekki neitt meira en kassagítar og söng og í endann á laginu þegar gítarnum er meira að segja sleppt þá grípur það mann algjörlega og er frábær endir á plötunni.
Ég mæli alveg með að þú tékkir á þessu. Ég læt hér fylgja tvö lög af plötunni.
Your Protector gefur góða mynd af rólegri lögum plötunnar.
He Doesn't Know Why er aðeins meira upbeat lag og bæði þessi lög sýna styrk lagasmíða þessara kumpána.
Tuesday, June 24, 2008
Wolf Parade
Nýja Wolf Parade platan, At Mount Zoomer, kom út síðasta þriðjudag svo ég arkaði auðvitað samdægurs í Easy Street Records (sem er nokkurn veginn æðislegasta plötubúð ever á eftir Amoeba Records í San Fransisco) og keypti hana. Mér finnst þetta vera frekar dæmigerð plata númer tvö, þ.e. hún er miklu heilsteyptari en sú fyrri og jafnbetri. Það eru kannski ekki jafn augljós snilldarmóment eins og I'll Believe In Anything en upp á móti kemur að það eru engir duds heldur. Það er heldur engin lognmolla í gangi því það eru algjörir gullmolar hérna eins og hið frábæra California Dreamer sem er án efa eitt besta lag þeirra félaga. Þrátt fyrir að ég eigi skyndilega allt of mikið af góðri tónlist þá kemst ekkert að í spilaranum nema þessi plata... hún er bara það góð. Ekki betri eða verri en sú fyrri heldur bara öðruvísi og það er gott!
Wolf Parade - California Dreamer
Wolf Parade - Fine Young Cannibals
Monday, June 23, 2008
Listafrí
Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að það birtust engir listar hér á föstudaginn. Ástæðan er einfaldlega sú að Svenni var í Þýskalandi, Erla var að heimsækja Krissu og Vigga í Montréal og ég var á leiðinni heim frá Seattle. Ástandið fer þó ekki batnandi því nú erum bæði ég og Svenni á leið til Danmerkur og Krissa og Viggi eru að fara í roadtrip um Bandaríkin. Við erum svo kosmó að það hálfa væri nóg.
Það hefur því verið ákveðið að toppfimm fer í opinbert listafrí þar til föstudaginn 18. júlí. Við eigum alveg eftir að skrifa um tónlist á þessum tíma en skipulögð listastarfsemi verður lögð niður næstu þrjár vikur.
Það hefur því verið ákveðið að toppfimm fer í opinbert listafrí þar til föstudaginn 18. júlí. Við eigum alveg eftir að skrifa um tónlist á þessum tíma en skipulögð listastarfsemi verður lögð niður næstu þrjár vikur.
Wednesday, June 18, 2008
Eurythmics
Ég er öll í tilviljunum þessa dagana. Í gær var Martha Wainwright að syngja Eurythmics lagið Love Is A Stranger og ég fattaði svo að IT gaurinn í Akutan lét mig hafa Greatest Hits með Eurythmics um daginn. Nú er ég ekki mikill aðdáandi bestof diska en mér þykir ansi vænt um þetta tiltekna safn því bróðir minn gaf mér það á kassettu þegar ég var lítil (eins og svo margt annað gott) og ég hlustaði endalaust á það. Ég hef nú satt að segja ekki hlustað meðvitað á Eurythmics í mörg ár svo ég er í alveg brjáluðu nostalgíukasti að hlusta á þetta núna. Vá hvað Annie Lennox er mikið æði! Úff og nú er ég komin með algjört æði fyrir Love Is A Stranger og spila það á repeat eins og enginn sé morgundagurinn.
Eurythmics - Love Is A Stranger af Sweet Dreams (Are Made Of This) (1983)
Eurythmics - Would I Lie To You af Be Yourself Tonight (1985)
Tuesday, June 17, 2008
Martha Wainwright
Músíkblogg frá Seattle? Já af hverju ekki. Ég fór í pílagrímsleiðangur í plötubúðina Easy Street Records í fyrrakvöld og það var sko aldeilis ómaksins virði. Þvílíkur gimsteinn sem sú búð er. Ég keypti auðvitað allt of mikið af diskum enda voru þeir svo ódýrir að það væri allt eins hægt að gefa þá (ókei ég keypti fyrir $120 sem er ekki alveg gefins en ég fékk svo mikið fyrir peninginn!). Ég keypti nokkra glænýja og heita, nokkra sem eru búnir að vera lengi á tobuy listanum og nokkra notaða sem voru bara svo ódýrir að það hefði verið glæpur að kaupa þá ekki.
Ég keypti m.a. nýju plötuna hennar Mörthu Wainwright sem kom út á dögunum og ber hinn stórkostlega titil I Know You're Married But I've Got Feelings Too. Í alvöru talað, hversu gott nafn er það á plötu? Geggjað segi ég! Jámm en allavega eftir nokkrar hlustanir verð ég að segja að ég er nokkuð hrifin og er alveg viss um að ég verði enn hrifnari með tímanum og ég er ekki bara að segja þetta af því ég er nýbúin að drekka þrjár margarítur úti í sólinni og er þess vegna ótrúlega jákvæð. Í alvöru. Mér finnst í raun fyndin tilviljun að þessi plata skuli hafa verið að koma út núna því ég er búin að vera með lagið hennar Bloody Mother Fucking Asshole á heilanum alla þessa ferð. Mikið ósköp er það gott lag.
Martha Wainwright - Bleeding All Over You
Martha Wainwright - Love Is A Stranger (Eurythmics cover)
Monday, June 16, 2008
Topp 5 dýralög - Krissa
The Unicorns - I Was Born (A Unicorn)
Man Man - Push the Eagle's Stomach
Caribou - Yeti
The Beatles - Blackbird
Einfalt, stutt og fallegt :)
Bonnie 'Prince' Billy - Wolf Among Wolves
Er ekki nauðsynlegt að hafa smá svona mythical beings með? Ég meina, ef einhyrningar væru til í alvöru væru þeir dýr ;) Ég næstum ofhlustaði á Who Will Cut Our Hair When We're Gone? og fannst þetta lag bara endalaust skemmtilegt og fyndið.
Man Man - Push the Eagle's Stomach
Þetta var nú bara úllen-dúllen-doff því það eru alveg 3 Man Man lög sem mig langaði að setja hérna (the other two being Spider Cider og Ice Dogs). Hreint brjálæði og skemmtilegheit og 'mústassj, mústassj, mústassj' sönglið er æði :)
Caribou - Yeti
OK, það er svosem ekkert búið að sanna að Yetis séu til, frekar en einhyrningar, en það er bara aukaatriði því ég elska elska ELSKA þetta lag! Eitt af fyrstu (ef ekki allra fyrsta) lögunum sem ég heyrði með Caribou og ég get engan veginn fengið nóg af því. Lætur mann vilja boppa hausnum, hrista rassinn, vera glaður og fagna lífinu.
The Beatles - Blackbird
Einfalt, stutt og fallegt :)
Bonnie 'Prince' Billy - Wolf Among Wolves
Úff, Master and Everyone var liggur við soundtrack lífs míns í byrjun ársins 2003. Þetta lag vekur upp svo margar minningar að ég fæ ennþá sting í magann þegar ég heyri það. Fallegt og hljómar svo ótrúlega einlægt. Ég fæ líka pínu illt í hjartað þegar ég heyri "why can't I be loved as what I am?"
Og sem very special (jafnvel honourable) mention: Wild Horses í flutningi Iron&Wine og Calexico. Yndislegt lag að öllu leyti. Hef reyndar heyrt margar góðar útgáfur af þessu lagi (og þónokkrar slæmar) en þessi er í uppáhaldi núna. Það er bara eitthvað við þessa rödd.
Labels:
bítlarnir,
bonnie prince billy,
calexico,
caribou,
dýralög,
iron and wine,
man man,
The Beatles,
the unicorns
Friday, June 13, 2008
Topp 5 dýralög - Kristín Gróa
5. Devendra Banhart - Little Yellow Spider
Ég sagðist ekki vera brjálaður Devendra aðdáandi en svo eru bara tvær vikur síðan ég setti síðast lag með honum á lista. Meikar það sens? Nei en svona er ég mótsagnakennd. Þetta er bara mesta dýralag sem mér dettur í hug og það er svo fyndið og sniðugt að ég verð glöð þegar ég hlusta á það.
4. El Perro Del Mar - Dog
Hin sænska Sarah Assbring syngur hér lítið sorglegt lag... all the feelings you've got for me is like if I were a dog. Jahhá ekki er það gott.
3. Dan Deacon - The Crystal Cat
Herra Deacon fékk mjög góða dóma fyrir plötuna sína, Spiderman Of The Rings, sem kom út í fyrra en ég hef reyndar ekki heyrt hana í heild. Mér finnst þetta lag hérna samt alveg æði svo ég skil ekkert í því að ég sé ekki löngu búin að fjárfesta í plötunni.
2. M.I.A. - Bird Flu
Að láta hænsnahljóð hljóma töff á plötu er ekki auðvelt verk en það tókst!
1. Mazzy Star - Wild Horses
Af öllum þeim útgáfum sem til eru af þessu lagi þá er þessi einhverra hluta vegna í mestu uppáhaldi. Mig minnir að ég hafi upphaflega hlaðið þessu niður með Napster þegar ég var unglingur ásamt öðrum gullmolum eins og True Love Waits með Radiohead og Yellow Ledbetter með Pearl Jam sem fengu líka að óma endalaust á þessum tíma.
Labels:
Dan Deacon,
Devendra Banhart,
dýralög,
El Perro Del Mar,
Mazzy Star,
MIA
Topp 5 Dýralög - Zigs
Flight of the Conchords – Hiphopopotamus vs. Rhymenoceros
Hip hop flóðhestur og Rímna nashyrningur
Survivor – Eye Of The Tiger
Tígrisdýr
System Of A Down – Spiders
Köngulær. Scary animals ávallt vinsæl.
The Pixies – Monkey Gone to Heaven
Apinn er ómissandi í dýragarðinn.
Tokens – The Lion Sleeps Tonight
Konungur dýranna .…and the zoo is complete!
Hip hop flóðhestur og Rímna nashyrningur
Survivor – Eye Of The Tiger
Tígrisdýr
System Of A Down – Spiders
Köngulær. Scary animals ávallt vinsæl.
The Pixies – Monkey Gone to Heaven
Apinn er ómissandi í dýragarðinn.
Tokens – The Lion Sleeps Tonight
Konungur dýranna .…and the zoo is complete!
topp fimm dýralög - zvenni
Hundar
Black Dog - Led Zeppelin
of langt síðan voff og vól...
Rain Dogs - Tom Waits
Blautur hundur busslandi í vatni og víni...
Thirsty Dog - Nick Cave & the Bad Seeds
Afsakanir og eftirsjá í þyrsta hundinum...
Wild Packs Of Family Dogs - Modest Mouse
Gengi strokuheimilishunda æðir um ruplandi og rænandi...
bob hunds 115:e dröm - bob hund
...og hundinn dreymir og dreymir.
Black Dog - Led Zeppelin
of langt síðan voff og vól...
Rain Dogs - Tom Waits
Blautur hundur busslandi í vatni og víni...
Thirsty Dog - Nick Cave & the Bad Seeds
Afsakanir og eftirsjá í þyrsta hundinum...
Wild Packs Of Family Dogs - Modest Mouse
Gengi strokuheimilishunda æðir um ruplandi og rænandi...
bob hunds 115:e dröm - bob hund
...og hundinn dreymir og dreymir.
Friday, June 6, 2008
Topp 5 stríðslög - Vignir
5. Edwin Starr - War
HUH! Good god! Maður verður að leyfa þessu lagi að fylgja með.
4. A Perfect Circle - Counting Bodies Like Sheep to the Rhythm of the Wardrums
Þetta lag er af hinni mistæku eMotive og er í raun remix af laginu Pet sem var á Thirteenth Step. Hér er verið að tala um hvernig bandaríska þjóðin var göbbuð og leidd út í Íraksstríðið af mönnum sem var alveg sama um fórnarkostnaðinn þar á bak við.
3. The Decemberists - Sixteen Military Wives
Sixteen military wives
Thirty-two softly focused brightly colored eyes
Staring at the natural tan
of thirty-two gently clenching wrinkled little hands
Seventeen company men
Out of which only twelve will make it back again
Sergeant sends a letter to five
Military wives, whose tears drip down through ten little eyes
Kostnaðurinn á bak við stríð er settur fram hér sem hress og skemmtilegur töluleikur.
2. Metallica - One
Now that the war is through with me
I'm waking up, I cannot see
That there's not much left of me
Nothing is real but pain now
Þetta lag er byggt á smásögu um mann sem missir andlitið í sprengju í stríði og þar með öll skynfærin sín. Hann getur ekki fundið fyrir heiminum og finnur í raun bara fyrir sársauka. Stríðstilfinningin í laginu er mögnuð upp með stríðslátum í byrjuninni á laginu og svo ofurhröðu riffi James Hetfield á 4:37 sem líkist helst vélbyssuskothríð.
1. Black Sabbath - War Pigs
Politicians hide themselves away
They only started the war
Why should they go out to fight?
They leave that role to the poor
Ozzy segir okkur hvernig þessi stríðsrekstur virkar. Einn besti texti sem hann hefur samið og eitt langbesta lag Sabbath. Hægur hrynjandi, letilegur bassaleikur og hrár gítar ásamt loftvarnarflautum gefur tóninn fyrir enn eitt frábært riffið frá Hr. Iommi.
HUH! Good god! Maður verður að leyfa þessu lagi að fylgja með.
4. A Perfect Circle - Counting Bodies Like Sheep to the Rhythm of the Wardrums
Þetta lag er af hinni mistæku eMotive og er í raun remix af laginu Pet sem var á Thirteenth Step. Hér er verið að tala um hvernig bandaríska þjóðin var göbbuð og leidd út í Íraksstríðið af mönnum sem var alveg sama um fórnarkostnaðinn þar á bak við.
3. The Decemberists - Sixteen Military Wives
Sixteen military wives
Thirty-two softly focused brightly colored eyes
Staring at the natural tan
of thirty-two gently clenching wrinkled little hands
Seventeen company men
Out of which only twelve will make it back again
Sergeant sends a letter to five
Military wives, whose tears drip down through ten little eyes
Kostnaðurinn á bak við stríð er settur fram hér sem hress og skemmtilegur töluleikur.
2. Metallica - One
Now that the war is through with me
I'm waking up, I cannot see
That there's not much left of me
Nothing is real but pain now
Þetta lag er byggt á smásögu um mann sem missir andlitið í sprengju í stríði og þar með öll skynfærin sín. Hann getur ekki fundið fyrir heiminum og finnur í raun bara fyrir sársauka. Stríðstilfinningin í laginu er mögnuð upp með stríðslátum í byrjuninni á laginu og svo ofurhröðu riffi James Hetfield á 4:37 sem líkist helst vélbyssuskothríð.
1. Black Sabbath - War Pigs
Politicians hide themselves away
They only started the war
Why should they go out to fight?
They leave that role to the poor
Ozzy segir okkur hvernig þessi stríðsrekstur virkar. Einn besti texti sem hann hefur samið og eitt langbesta lag Sabbath. Hægur hrynjandi, letilegur bassaleikur og hrár gítar ásamt loftvarnarflautum gefur tóninn fyrir enn eitt frábært riffið frá Hr. Iommi.
Thursday, June 5, 2008
topp 5 stríðslög - zvenni
Indian War Whoop - John Hartford
Hefjum leikinn á túlkun John Hartfords á indíánastríðsöskrinu. vííííííííííííí.....
I Saw Her In The Anti War Demonstration - Jens Lekman
I saw her in the anti war demonstration
it was a sweet sensation of love
ah...
love...
Stríð þurfa ekki aðeins að snúast um dráp og dauða, þau geta einnig fært okkur fallega hluti eins og volgan enskan bjór, vegan pönnukökur og ást eins og Jens Lekman fræðir okkur um.
Road to Joy - Bright Eyes
So when you’re asked to fight a war that’s over nothing
It’s best to join the side that’s gonna win
And no one’s sure how all of this got started
But we’re gonna make them goddam certain how its gonna end
Oh ya we will, oh ya we will!
Bright Eyes skýtur stríðshugleiðingum inn í gleðisönginn sinn... skítt með ástæður, útkoma er það það sem skiptir máli svo um að gera að hoppa upp í rétta vagninn.
Us and them - Pink Floyd
Forward he cried from the rear
and the front rank died
The General sat, and the lines on the map
moved from side to side
Hugleiðingar um stríð og hernað, vald og valdaleysi, ákvarðanir og hlýðni, og línudans hershöfðingjanna.
I Feel Like I'm Fixin To Die - Country Joe McDonald
And its 1,2,3 what are we fighting for?
Don't ask me I don't give a damn,
The next stop is Vietnam,
And its 5,6,7 open up the pearly gates,
Well there ain't no time to wonder why,
WHOOPEE we're all gonna die
og svo allir saman 1 2 3...
Hefjum leikinn á túlkun John Hartfords á indíánastríðsöskrinu. vííííííííííííí.....
I Saw Her In The Anti War Demonstration - Jens Lekman
I saw her in the anti war demonstration
it was a sweet sensation of love
ah...
love...
Stríð þurfa ekki aðeins að snúast um dráp og dauða, þau geta einnig fært okkur fallega hluti eins og volgan enskan bjór, vegan pönnukökur og ást eins og Jens Lekman fræðir okkur um.
Road to Joy - Bright Eyes
So when you’re asked to fight a war that’s over nothing
It’s best to join the side that’s gonna win
And no one’s sure how all of this got started
But we’re gonna make them goddam certain how its gonna end
Oh ya we will, oh ya we will!
Bright Eyes skýtur stríðshugleiðingum inn í gleðisönginn sinn... skítt með ástæður, útkoma er það það sem skiptir máli svo um að gera að hoppa upp í rétta vagninn.
Us and them - Pink Floyd
Forward he cried from the rear
and the front rank died
The General sat, and the lines on the map
moved from side to side
Hugleiðingar um stríð og hernað, vald og valdaleysi, ákvarðanir og hlýðni, og línudans hershöfðingjanna.
I Feel Like I'm Fixin To Die - Country Joe McDonald
And its 1,2,3 what are we fighting for?
Don't ask me I don't give a damn,
The next stop is Vietnam,
And its 5,6,7 open up the pearly gates,
Well there ain't no time to wonder why,
WHOOPEE we're all gonna die
og svo allir saman 1 2 3...
Topp 5 stríðslög - Kristín Gróa
Þjófstart! Ég flýg til Seattle á eftir svo ég set listann minn inn degi of snemma. Ég er ekki frá því að þetta sé skrítnasti listi sem ég hef sett saman en bear with me.
5. The Supremes - Stoned Love
Einu sinni hélt ég bara að Diana Ross hefði verið stónd og ástfangin en ef maður gengur svo langt að hlusta á textann kemur í ljós að hún er að syngja um ást og frið og að allir eigi að hætta að vera í stríði! Hvern hefði grunað það?
4. Cake - War Pigs
Þetta lag er auðvitað alveg svakalegt en ég á bara svo erfitt með Black Sabbath að ég get frekar hlustað á þetta cover. Jájá ég geri mér grein fyrir að orginallinn er örugglega fáránlega miklu betri en leyfið mér bara að vera kjáni í friði.
3. Joan Baez - Where Have All The Flowers Gone
Það gerist varla hippalegra og huggulegra en Joan Baez að covera Pete Seeger. Friður og ást fyrir alla!
2. Leonard Cohen - There Is A War
Þetta lag er að mínu mati einn af hápunktunum á hinni frábæru New Skin For The Old Ceremony.
1. The Doors - The End
Ég tengi þetta lag bara svo sterkt við Apocalypse Now enda er þetta að mínu mati svakalegasta upphafslag kvikmyndar ever. Þeir voru víst ekkert að syngja um stríð upphaflega en tengingin var svo sterk á milli myndar og tónlistar að ég held að flestir hugsi til Víetnam stríðsins þegar þeir heyra þetta lag.
5. The Supremes - Stoned Love
Einu sinni hélt ég bara að Diana Ross hefði verið stónd og ástfangin en ef maður gengur svo langt að hlusta á textann kemur í ljós að hún er að syngja um ást og frið og að allir eigi að hætta að vera í stríði! Hvern hefði grunað það?
4. Cake - War Pigs
Þetta lag er auðvitað alveg svakalegt en ég á bara svo erfitt með Black Sabbath að ég get frekar hlustað á þetta cover. Jájá ég geri mér grein fyrir að orginallinn er örugglega fáránlega miklu betri en leyfið mér bara að vera kjáni í friði.
3. Joan Baez - Where Have All The Flowers Gone
Það gerist varla hippalegra og huggulegra en Joan Baez að covera Pete Seeger. Friður og ást fyrir alla!
2. Leonard Cohen - There Is A War
Þetta lag er að mínu mati einn af hápunktunum á hinni frábæru New Skin For The Old Ceremony.
1. The Doors - The End
Ég tengi þetta lag bara svo sterkt við Apocalypse Now enda er þetta að mínu mati svakalegasta upphafslag kvikmyndar ever. Þeir voru víst ekkert að syngja um stríð upphaflega en tengingin var svo sterk á milli myndar og tónlistar að ég held að flestir hugsi til Víetnam stríðsins þegar þeir heyra þetta lag.
Labels:
Cake,
Joan Baez,
Leonard Cohen,
stríðslög,
The Doors,
The Supremes
Wednesday, June 4, 2008
Tiger Trap og meiri ferðalög
Jæja nú er kominn nýr mánuður og þá er ég farin af landi brott eins og virðist vera reglan. Í þetta sinn er ég að fara til Akutan í Alaska sem er víst mesta krummaskuð veraldar. Það tekur fimm flug að komast þangað og síðasta flugið er með sextíu ára gamalli sjóflugvél... whoopdeedoo. Ef ég kemst lifandi frá því ferðalagi þá stoppa ég í Seattle á bakaleiðinni og fer að vinna um borð í togara. Já ég er svona hardcore.
Ég er búin að þefa uppi bestu plötubúðirnar í Seattle svo ég ætti að geta komið heim hlaðin nýrri tónlist sem er u.þ.b. eini ljósi punkturinn við þetta allt saman. Þangað til ný tónlist kemur í hús er ekkert annað að gera en að rifja upp eitthvað gamalt og gott. Tiger Trap var skammlíf stelpuhljómsveit sem er flokkuð sem "twee pop" af mér fróðara fólki... hvað er það? Þær náðu bara að gefa út eina plötu í fullri lengd sem heitir einmitt Tiger Trap og kom út árið 1993. Sú plata er alveg hreint frábær og ég mæli með að þið tékkið á henni ef þið getið.
Tiger Trap - For Sure af Tiger Trap
Tiger Trap - Alien Space Song af Astronautical Music Festival "7
Tuesday, June 3, 2008
Sebastien Tellier
Það virðist svona fimmta hver manneskja sem kemur hingað inn á síðuna vera að leita að einhverju með franska júróvisjónguðinum Sebastien Tellier svo af hverju ekki að gefa þeim eitthvað fyrir viðvikið? Divine er náttla bara besta júróvisjónlag sem ég man eftir en þar sem það hljóta allir að vera búnir að redda sér því þá skulum við líta á eitthvað annað.
Tellier er sem sagt nýbúinn að gefa út plötuna Sexuality og ég verð að viðurkenna að sjaldan hefur mér fundist tónlist og útlit tónlistarmannsins fara eins illa saman. Tjah eða ekki illa heldur meira ólíklega. Þetta er allt mjög smooth og flott og hann er svo hárugur og franskur. Hahaha en það er bara töff. Mæli sérstaklega með þessum tveimur lögum sem kveikja alveg í mér.
Sebastien Tellier - Kilometer
Sebastien Tellier - Fingers Of Steel
Monday, June 2, 2008
Peter Gabriel
Það þyrmir reglulega yfir mig þegar ég fatta hvað það er til mikið af góðri tónlist sem ég hef aldrei hlustað á. Nú er ég með tónlist í eyrunum allan daginn alla daga en samt lendi ég reglulega í því að einhver segir við mig "hefurðu aldrei hlustað á so and so????!!!" í hneykslunartóni. Hvernig á maður að komast yfir þetta allt segi ég nú bara. Ég hef verið dálítið föst í nýrri tónlist síðustu mánuði en nú er ég markvisst að vinna í því að hlusta á gamalt dót sem ég hef látið framhjá mér fara.
Ég er þessa stundina aðeins að stúdera Peter Gabriel sem hefur satt að segja komið ánægjulega á óvart. Það er m.a.s. aldrei að vita nema ég þori í Genesis þegar ég hef melt Gabriel aðeins en það skelfir mig þó því það fer alltaf aðeins um mig þegar ég heyri minnst á prog. Það er aftur á móti alveg fáránlegt að vera með heilar sjö Genesis plötur við höndina en hlusta ekkert á þær. Ef ég pæli í gegnum þær þá kannski þori ég í allar átta Yes plöturnar sem ég er með. Sjáum samt aðeins til með það.
Peter Gabriel - Solsbury Hill af Peter Gabriel I (1977)
Peter Gabriel - Games Without Frontiers af Peter Gabriel III (1980)
Peter Gabriel - Blood Of Eden af Us (1992)
Subscribe to:
Posts (Atom)