Thursday, June 5, 2008

Topp 5 stríðslög - Kristín Gróa

Þjófstart! Ég flýg til Seattle á eftir svo ég set listann minn inn degi of snemma. Ég er ekki frá því að þetta sé skrítnasti listi sem ég hef sett saman en bear with me.


5. The Supremes - Stoned Love

Einu sinni hélt ég bara að Diana Ross hefði verið stónd og ástfangin en ef maður gengur svo langt að hlusta á textann kemur í ljós að hún er að syngja um ást og frið og að allir eigi að hætta að vera í stríði! Hvern hefði grunað það?


4. Cake - War Pigs

Þetta lag er auðvitað alveg svakalegt en ég á bara svo erfitt með Black Sabbath að ég get frekar hlustað á þetta cover. Jájá ég geri mér grein fyrir að orginallinn er örugglega fáránlega miklu betri en leyfið mér bara að vera kjáni í friði.


3. Joan Baez - Where Have All The Flowers Gone

Það gerist varla hippalegra og huggulegra en Joan Baez að covera Pete Seeger. Friður og ást fyrir alla!


2. Leonard Cohen - There Is A War

Þetta lag er að mínu mati einn af hápunktunum á hinni frábæru New Skin For The Old Ceremony.


1. The Doors - The End

Ég tengi þetta lag bara svo sterkt við Apocalypse Now enda er þetta að mínu mati svakalegasta upphafslag kvikmyndar ever. Þeir voru víst ekkert að syngja um stríð upphaflega en tengingin var svo sterk á milli myndar og tónlistar að ég held að flestir hugsi til Víetnam stríðsins þegar þeir heyra þetta lag.

1 comment:

Anonymous said...

Faith No More coveraði einnig War Pigs á eftirminnilegan hátt.