Friday, October 24, 2008

dansilög - zvenni

Luftgítar - Johnny Triumph
Dans bælda karlmannsins...

Total Eclipse of the Heart - Bonnie Tyler
...fyrir Óskar Hafnfjörð, Dillon og mig.

Atlas - Battles
Á afar drónalegan og dáleiðandi hátt rekur vélrænn taktur lagsins líkamann á fætur og af stað. Hópur uppvakninga hlykkjast til í átt að borginni undir stjórn lágvaxins og skræks illmennis... hlustið...

Tiny Dancer - Elton John
Hópdill og hendur á öxlum... vinir, djammfélagar, ókunnugir og vafasamir mótorhjólagaurar sem voru búnir að standa kyrrir og sötra bjórinn sinn allt kvöldið þangað til þetta lag hófst, allir fallast í faðm, vagga og væla í kór... "When I say softly... slowly...¨

Sad Punk - Pixies
One thousand miles an hour
Im just like anyone
I want to feel the road of tar beneath the wheel
named extinction


Það er eitthvað við þetta lag sem fær mann til að rjúka á fætur, ryðja sér leið inn í miðjann pyttinn, taka nokkur högg, detta, standa upp ögn vankaður, líta í kring um sig og þá gerist það, augun mætast. Þú veist samstundis að þetta er stúlkan... skrítna gotagellann með skítuga hárið og nokkra heimagerða dredda sem stangast út í loftið. Hún er götuð á öllum réttu stöðunum og fölari en máninn endurspeglaður í ræsinu í Nick Cave lagi. Tónlistin hægist en dæluklumpurinn heldur áfram að pumpa rauða vökvanum á vörpu 9 og krómuð rómantíkin kikkar inn...

And evolving from the sea
Would no be too much time for me
To walk beside you in the sun...

No comments: