Friday, October 17, 2008

Vond bítlalög - Kristmundur

The Long and winding road
Ömurlegt lag. Ekki nóg með að lagið sjálft er lélegt heldur er útsetningin skelfileg. Þar er víst við Phil Spector að sakast en hann bætti sjálfur við 22 fiðluleikurum og 18 söngkonum til að sykra lagið örugglega um of. Sagan segir að Paul hafi viljað stöðva útgáfu plötunnar þegar hann heyrði útgáfuna en því miður var það um seinan. Afar óbítlalegt lag.

Ob-la-di Ob-la-da
Þegar ég heyri orgelintróið vaknar ávallt sama spurningin: Hvar er forward-takkinn á þessum béans spilara?

Don’t Pass me by
I'm sorry that I doubted you,
I was so unfair,

You were in a car crash

and you lost your hair


Lag og texti: Ringó. Á Hvíta albúminu má finna alla flóruna. Allt frá ódauðlegum perlum til mjög lélegra laga, eins og Don’t Pass me by. Af hverju að láta trommarann semja lag þegar þú ert með þrjú séní í lagasmíðum í bandinu?

What goes on
Heimskulegur kántrí-slagari og hver annar en Ringó sem syngur. Meira Ríó Tríó-sánd en Bítlasánd.

Mr. Moonlight
Bítlum til varnar er lagið ekki eftir þá heldur Roy Lee Johnson. Lélegt.

No comments: