Monday, October 6, 2008

Kylie


Ég var einu sinni sem oftar með stillt á shuffle um daginn og rakst þá á lag sem er að finna á safnskífunni Ultimate Kylie sem ég verð að viðurkenna að situr uppi í hillu hjá mér. Ég keypti þennan tvöfalda disk í einni af Ástralíuferðunum mínum þegar mér ofbauð það að þurfa að keyra hálftíma fram og til baka í vinnuna á hverjum degi með gjammandi útvarpsmenn í eyrunum (ég þoli útvarp afskaplega illa). Einhvernveginn fannst mér Kylie meika meira sense í sveitum suður Ástralíu heldur en nokkurntíma áður og ég held satt að segja að þar sé hún best geymd en það er nú annað mál. Já en allavega þá fór lagið Put Yourself In My Place í gang um daginn og ég gat ekki að því gert en mér fannst það bara nokkuð flott. Útsetningin er glötuð og allt það en lagið sjálft (og þá sérstaklega kórusinn) er bara nokkuð frambærilegt. Ég hugsaði ósjálfrátt með mér að þetta lag gæti orðið flott sem kover hjá einhverjum hipp og kúl indígaur... spurning um að hvetja José González til að taka annað Kylie lag?

Það vill svo skemmtilega til að þetta lag kom upprunalega út á plötunni Kylie Minogue árið 1994 eins og lagið Confide In Me sem mér fannst innst inni alltaf ótrúlega flott lag. Ég viðurkenndi það auðvitað aldrei enda var ég það tónlistarsnobbuð 13 ára að ég hefði aldrei viðurkennt að fíla Kylie. Glætan.

Kylie Minogue - Put Yourself In My Place
Kylie Minogue - Confide In Me

No comments: