Friday, October 31, 2008
Topp 5 drama - Kristín Gróa
5. The Besnard Lakes - Devastation
Svakalegt drama í gangi hér þó söngvarinn sé reyndar frekar rólegur í tíðinni. Hljómsveitin og bakraddirnar bæta það hins vegar alveg upp.
4. The Mars Volta - The Widow
Dramatískasta lag síðari tíma... og gítarsólóið toppar það alveg. Sé alveg hvernig hann stendur við þverhnípið með annan fótinn á gróthnullungi, hallar sér aftur og hefur gítarinn til himins.
3. Kate Bush - Wuthering Heights
Ég sé hana nú reyndar frekar fyrir mér standa uppi á heiði heldur en við þverhnípi en hún er alveg pottþétt í síðum hvítum kjól með hárið flaksandi í storminum.
2. The Moody Blues - Nights In White Satin
Þetta er svo svakalega dramatískt lag að mér vöknar bara um augun...
1. Bonnie Tyler - Holding Out For A Hero
Ef það er einhver sem stendur við þverhnípi og syngur upp í storminn eftir tilfinningaþrunginn dag þá er það Bonnie Tyler. Það skemmir heldur ekki fyrir að þetta lag minnir mig á Heiðu vinkonu mína sem syngur þetta alltaf með svo miklum tilburðum og handahreyfingum að það eykur enn á drama lagsins.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment