Friday, October 3, 2008

Strengir - zvenni

Ég er einfaldur maður með einfaldar þarfir og að mínu mati eru strengjaútsetningar vandmeðfarnar. Listin er að nota þær aðeins í neyðartilvikum og þá aðeins til að styrkja hin hljóðfærin og heildarmyndina. Varast skal að flækja hlutina ef þess þarf ekki.

Astral Weeks - Van Morrison


Astral Weeks af plötunni Astral Weeks sem er loksins smollin inn í hausinn á mér. Búið að taka smá tíma en núna næ ég henni varla úr spilaranum. Strengjaútsetningar eru alltaf í bakgrunni laganna og hjálpa til við hæga stígandann í mörgum þeirra, eins og þessu hérna.

Wond´ring aloud - Jethro Tull


Snyrtileg strengjanotku. Kemur hægt og róleg meira inn í lagið án þess að fara yfir strikið. Styður þetta fallega og mannlega ástarlag á afar smekklegan hátt.

Perfect Day - Lou Reed


Mick Ronson og David Bowie hjápuðu Reed með Transformer plötuna. Sá einu sinni viðtal við Reed þar sem hann var í stúdíói að tala um upptökuferlið á plötunni mörgum árum seinna. Hann spilar lagið og lækkar niður í öllu nema strengjunum í endanum á "Your gonna reep just what you sow" partinum, kreditar Ronson fyrir útsetningunni, lygnir aftur augunum og leyfir strengjunum að klára lagið.

Eskimo - Damien Rice


Var aldrei alveg viss með Damien Rice. Ekki viss um hvort hann hefði efni á þessari ofurdramatík sem einkennir textana hans. En þetta lag finnst mér toppa allt og snúa því á haus. Það að skella fullum strengjum í síðasta lagi plötunnar og klímaxa það svo með óperusöngkonunni syngjandi um eskimóann finnst mér svo fyndið að ég fyrirgef honum allt hitt þunglyndisvælið og í raun sættist við það. Ef hann getur gert sona grín að þessu öllu gæti verið að hann sé ekkert að plata með hitt.


Starálfur - Sigur Rós
Þó eru undantekningar. Sigur Rós má alltaf nota strengi, það er bara flott. Líklega af því að það er engin tilgerð í gangi hjá þeim.

No comments: