Friday, October 30, 2009
Topp 5 skil ekki af hverju þeir eru ekki stærri - Kristín Gróa
5. Augie March
Ég hef áður grátið það hér hversu óþekktir Augie March eru utan heimalandsins Ástralíu. Þetta er svona vel spiluð, útpæld tónlist með góðum textum en samt ekki boring og sálarlaus... að mínu mati.
Augie March - Addle Brains
4. Frightened Rabbit
Platan Midnight Organ Fight sem kom út í fyrra fór held ég framhjá mörgum... eða var ég ein um að finnast hún frábær? Þetta breakup lag inniheldur hina gullnu setningu "You're the shit and I'm knee-deep in it". Classic.
Frightened Rabbit - Backwards Walk
3. Love
Love fær hér sæti á lista fyrir allar hljómsveitirnar þarna úti sem náðu aldrei megavinsældum á starfstíma sínum en urðu eftirá mikils metnar og áhrifamiklar.
Love - Alone Again Or
2. Richard Hawley
Það er erfitt að skilgreina markhóp fyrir tónlist Richard Hawley. Konur um sjötugt? Þetta er unaðslega falleg tónlist með fallega gerðum textum, sungin af manni með flauelsrödd og hljómar eins og hún komi frá allt öðrum tíma. Ef hann hefði gert tónlist fyrir 50 árum þá hefði hann orðið stórstjarna.
Richard Hawley - Just Like The Rain
1. Coconut Records
Maður hefði nú haldið að Jason Schwartzman fengi meira umtal og athygli fyrir tónlistina sína, sérstaklega þar sem hún er awesome. Btw þá ættu allir að horfa á nýju Bored To Death þættina hans því þeir eru frrrrrrábærir. Takk.
Coconut Records - West Coast
Topp 5 skil ekki afhverju þeir urðu ekki stærri - Georg Atli
5. Thomas Dybdahl
Þessi er norskur og hann syngur svo vel að ég skil ekki alveg afhverju hann er ekki stór allstaðar en ekki bara í skandinavíu.
Lag: Don't Loose Yourself
4. The Vines
Tja... ég veit svo sem af hverju þetta band varð ekki rosa vinsælt, söngvarinn er einhverfur (Asberger) og höndlar ekki að túra eða spila live... en þeir eru samt alveg magnaðir, áttu svona smá séns að meika það með plötunni sinni Highly Evolved áttu lög í útvarpsspilun og svona en síðan flippað söngvarinn út og rústaði sviðinu á tónleikum nokkrum sinnum og slást og lét illa en hvenær hefur það staðið í vegi fyrir hljómsveitum?!?!?! Eitt allra best live band sem ég hef séð!
Lag: Get Free
3. Grandaddy
Grandaddy er Amerísk hljómsveit sem hefði öruggleg virkað betur ef hún væri bresk. Hún varð svona næstum en ekki alveg samt...
Lag: El Caminos in the West
2. Big Star
Þetta er ein af þessum hljómsveitum sem allir ættu að þekkja. Gott pop bara, ljúfar og þægilegar melódíur, töffara gítar og röddun og allt að gerast árið 197ogeitthvað þegar allir (í Ameríku) voru að hlusta á America og Lynard Skynard og eitthvað svoleiðis. The Shins minnir mig alltaf rosa mikið á Big Star.
Lag: The Ballad of El Goodo
1. Grant Lee Buffalo/Grant Lee Phillips
Ég get ekki skil ekki hvers vegna það stukku ekki fleirri á þennan. Lílega var Grant Lee Phillips (aðalið í bandinu) bara geðveikt óheppinn að þegar hann var á hápunktinum var eitthvað í gangi sem hét/heitir grunge... þegar band eins og Nirvana er að rokka feitt er eiginlega ekkert rosa mikið pláss fyrir annað. Sorglegt samt
af því bandið hans var rosa gott og sóló plöturnar hans (það var ein að koma út um daginn einhverntíman og allir ættu að tékka á henni... allir) eru alger snilld! Platan Fuzzy er ein af mínum allra mest uppáhalds.
Lag: Fuzzy - Grant Lee Buffalo
Tuesday, October 27, 2009
Sarpurinn
Plata vikunnar kemur frá árinu 2003 og heitir The Meadowlands. Þetta er nýjasta plata hljómsveitarinnar The Wrens sem hafa verið starfandi frá árinu 1989 en hafa þó aðeins gefið út þrjár plötur og hafa verið sex ár (and counting) að vinna að nýrri plötu.
The Wrens koma frá New Jersey og hafa haft sama lineup frá upphafi. Á undan The Meadowlands gáfu þeir út plöturnar Silver (1994) og Secaucus (1996) hjá plötuútgáfunni Grass Records. Skömmu eftir útgáfu seinni plötunnar vildi svo illa til að plötuútgáfan skipti um eigenda sem vildi að þeir gerðu útvarpsvænni og seljanlegri tónlist. Þeir neituðu að skrifa undir nýjan og breyttan samning og var fyrir vikið droppað af plötufyrirtækinu (þetta hljómar bara eins og plott í nokkrum kvikmyndum sem ég hef séð).
Án plötusamnings héldu þeir áfram að dútla við að gera tónlist en þurftu að borga reikningana með föstum störfum svo þetta gekk allt saman mjög hægt. Þegar The Meadowlands kom loksins út eftir langa bið þá brá aðdáendum sveitarinnar heldur betur enda hafði hljómurinn breyst allverulega. Þetta var ekki sama sveitin og gaf út plötuna Secaucus sem var full af poppi og sumari og húkkum. Þetta voru vonsviknir, þreyttir menn á fertugsaldri sem voru búnir að gefast upp á því að geta lifað á tónlistinni.
13 grand a year in the meadowlands
Bored and rural-poor, lord, at 35, right?
I'm the best 17 year old ever
(Everyone Chooses Sides)
Málið var hins vegar að þeim tókst að búa til alveg hreint magnaða plötu sem þarfnast reyndar nokkrar hlustunar til að maður grípi hana. Að hlusta á þessa plötu er hálfgerður downer en samt getur maður stundum ekki annað en dillað sér. Ég dansa með kökk í hálsinum við This Boy Is Exhausted og fæ stóran hnút í magann þegar ég hlusta á She Sends Kisses (sem ég mæli eindregið með). Ég bíð spennt eftir næstu plötu, hvenær svo sem þeir drattast til að klára hana.
Friday, October 23, 2009
Topp 5 product placement - Georg Atli *Uppfært*
Það að koma einhverjum vörum inní sjónvarpsefni eða bíómyndir er vel þekkt, hver hefur ekki tekið eftir fallega uppstilltri kókflösku sem á einhvern undarlegan hátt virðist lýsa í annars myrkvuðu herbergi þegar myndavélin færist yfir einhver senu... þetta er líka mjög vinsælt í tónlistinni. Elsta dæmið um þetta er frá 1908 og í dag hafa t.d. hip-hop listamenn hafa nánast fullkomnað þetta nú til dags og núna heyrist varla rapplag án þess að það komi fram einhver vísun í eitthvað þekkt vörumerki hvort sem það er vegna þess að listamaðurinn fékk borgað fyrir það eða þessu bara var skellt inn af því það var kúl. Aftur á móti fer minna fyrir þessu í öðrum tegundum tónlistar, þetta er samt nokkuð algengt...(Uppfært! Henti inn lögunum sem ég átti)
5. Kodachrome - Paul Simon
Paul Simon ákvað það eftir á að nota nafnið á filmunni frá Kodak. Þetta er frekar dæmigert fyrir allt-annað-en-rapp-tónlistarheiminn, einhver vara sett inn í textan bara af því það passaði svo vel í lagið og síðan notar fyrirtækið lagið til að selja vöruna sína
4. Tiny Cities Made of Ashes - Modest Mouse
So we're drinkin' drinkin' drinkin' drinkin' coca-coca-cola
I can feel it rollin' right on down
Hér notar Isaac Brock nafn eins vinsælasta drykkjar í heimi í lagið sitt en ég hef samt aldrei heyrt þennann lagabút í neinni Kókauglýsingu... spurning hvort að það sé vegna þess að Kók vilji ekki tengja sig við hvítt rusl?
3. Temecula Sunrise - Dirty Projectors
Temperature rising
I can feel it all the way down
And what hits the spot, yeah, like Gatorade?
You and me baby, hittin' the spot all night
Hin ofur heitu Dirty Projectors nota Gatorade... spurning hvort við eigum eftir að heyra þetta í einhverri auglýsingu í framtíðinni þegar allir eru búnir að átta sig á því hversu góð þessi hljómsveit er.
2. This Note's for You - Neil Young
Soldið annars eðlis en öll hin lögin á listanum, Neil Young er ekki ánægður með það þegar listamenn selja lögin sín
This Notes For You (Video) - Neil Young and The Bluetones
1. Turn Up the Radio - Autograph
Þetta lag og þessi hljómsveit er svo soldið sér kafli. Hljómsveitin er stofnuð 1983 og þeirra fyrsta plata heitir Please Sign In og stóra hittið þeirra heitir Turn Up The Radio. Þeir sömdu við penna framleiðanda um það að pennafyrirtækið myndi kosta hluta af plötunni og þessu myndbandi:
Bandið var svo hluti af auglýsinga herferðinni.
Tuesday, October 20, 2009
Sarpurinn
DJ Danger Mouse – The Gray Album
Platan kom út í mjög litlu magni árið 2004 (4000 eintök held ég að ég hafi lesið einhversstaðar) og planið var að selja eitthvað á netinu en þetta átti alltaf að verða lítil útgáfa, bara svona flipp. Danger Mouse fékk ekki einu sinni leyfi fyrir bítla lögunum af því hann bjóst ekki við að þetta myndi verða að neinu (auk þess sem hann var latur...) en að sjálfsögðu varð allt vitlaust hjá EMI útgáfu fyrirtæki Bítlanna og þeir kærðu og vildu að allir hættu að dreifa plötunni. Við þetta varð allt vitlaust og platan varð gríðarlega umtöluð og meira að segja þessi aktivistahópur mótmæli og ákvað að nota lagið í sína þágu og gefa það á sinni heimasíðu (og nokkrum öðrum) í mótmælaskyni. Nokkur samtök komu saman og póstuðu plötunni í einn sólarhring, þriðjudaginn 24 nóvember 2005, þessi dagur og þetta framtak er núna þekkt sem “Grey Tuesday” innan þessara hópa. Platan var sót í yfir 100.000 eintökum þennan eina dag og er ennþá að ganga manna á milli á netinu (linkur á torrent neðst á síðunni, en ég er alls ekki að hvetja fólk til að downloada tónlist af torrent síðum á netinu... það er bannað!)
Danger Mouse notaði hin og þessi lög Bítlanna og samplaði eins og óður maður. Sjálfur segir hann að ónefndir aðilar sem sömdu tónlistina, bæði bítlar og Jay-Z hafi hringt óformlega í sig og óskað honum til hamingju með frábæra plötu og afsakað sig fyrir allt vesenið, en það er svo sem ekkert staðfest. Persónulega finnst mér platan vera ein af betri hip-hop plötum sem ég hef heyrt.
Annars eru þetta lögin í engri sérstakri röð og sömplin á disknum, er ekki alveg 100% viss samt með sömplin...
Samplið er "Helter Skelter"
"Allure"
Samplið er "Dear Prudence"
"December 4th"
Samplið er "Mother Nature's Son"
"Dirt off Your Shoulder"
Samplið er "Julia"
"Encore"
Samplið er "Glass Onion" og "
"Lucifer 9 (Interlude)"
Samplið er "Revolution 9" og "I'm So Tired"
"Justify My Thug"
Samplið er "Rocky Raccoon"
"Moment of Clarity"
Samplið er "Happiness Is a Warm Gun"
"Change Clothes"
Samplið er "Piggies" og "Dear Prudence"
"My 1st Song"
Samplið er "Cry Baby Cry", "
"Public Service Announcement"
Samplið er "Long, Long, Long"
"What More Can I Say"
Samplið er "While My Guitar Gently Weeps"
Monday, October 19, 2009
Iceland Airwaves 2009
Ellefta Airwaves hátíðin er komin og farin og mér finnst við hæfi að renna örsnöggt yfir mína reynslu af hátíð þessa árs.
Hátíðin byrjaði rólega hjá mér á miðvikudagskvöldið þar sem ég sá aðeins eina hljómsveit. Það var Skagasveitin Cosmic Call sem spilaði fyrir gjörsamlega pökkuðum sal á Grand Rokk. Þau stóðu sig bara mjög vel, þetta er svo sem enn á því stigi að vera efnilegt en lofar mjög góðu.
Á fimmtudagskvöldið kom ég inn í mitt sett hjá Stórsveit Samúels J. Samúelssonar á NASA og það var auðvitað bara alveg óstjórnlega skemmtilegt. Ég sá þá síðast á Rósenberg en þeir áttu alveg jafn auðvelt með að fylla NASA af stuði. Næst lét ég draga mig hálf áhugalausa í Iðnó að sjá Dísu sem kom mér svo bara virkilega ánægjulega á óvart. Hún er að gera flotta hluti og var í allt öðrum gír en þegar ég sá hana síðast. Þegar við komum út af Iðnó og litum yfir götuna á Fríkirkjuna var nokkuð ljóst að það var ekki séns að komast þangað inn að sjá Hjaltalín svo við löbbuðum yfir í Hafnarhúsið þar sem When Saints Go Machine voru að byrja. Já þeir voru nú bara leiðinlegir svo við vorum fljótar að skipta aftur yfir í NASA þar sem kanadíski Berlínarbúinn Alaska In Winter var nýbyrjaður. Hann náði alveg að halda uppi stemningu einn á sviðinu og ég skemmti mér virkilega vel á þeim tónleikum.
Föstudagskvöld hófst snemma í Hressó þar sem hin unga og hæfileikaríka Songbird var að spila klukkan 7. Ég er reyndar mjög biased en hún var æði og þið ættuð að tékka á henni strax núna strax (do it!). Eftir matarhlé var skundað í Hafnarhúsið og eftir að hafa staðið í langri röð sem þó hreyfðist ótrúlega hratt þá komum við inn akkúrat þegar Casiokids voru að byrja. Þau kveiktu ekki neitt sérstaklega í okkur þrátt fyrir gríðarlegan hressleika. Mini hæpið Micachu & The Shapes voru næst og ég var ekkert blown away. Það kom svo sem ekki mikið á óvart því ég var búin að reyna að gefa þeim séns áður en kveikti aldrei almennilega á perunni. Það var þá bara að drífa sig yfir á Sódómu þar sem Reykjavík! voru að stíga á stokk. Þeir eru alltaf jafn hressir en eru þeir farnir að mýkjast eitthvað með árunum? Það var minna öskur og meiri melódía fannst mér en það þarf svo sem ekki að vera slæmt. Næst kom kanadíska sveitin Crystal Antlers sem ég er búin að hlusta svolítið á og var því frekar spennt fyrir að sjá. Þau ullu engum vonbrigðum, voru gríðarlega þétt og skemmtileg og ég gekk út með suð í eyrum og slátt í höfði. Við ætluðum svo að freista þess að kíkja á UMTBS en nei röðin útilokaði það algjörlega.
Laugardagskvöld byrjaði snemma því ég gat ekki misst af því að sjá Rósu vinkonu mína spila með Moses Hightower í Iðnó. Mjög smooth. Brasstronaut í Hafnarhúsinu ullu nokkrum vonbrigðum, Eivör var öðruvísi en vanalega en kveikti ekki í mér og Oh Land var ágæt en eftirminnilegust fyrir glimmerhúsið sem hún var með á hausnum. Thecocknbullkid var skemmtileg þrátt fyrir að hafa verið í mest boring outfitti helgarinnar (svört dragt og hvítur bolur... really now?). Óvæntur hápunktur hátíðarinnar voru svo Páll Óskar og Hjaltalín sem gjörsamlega áttu salinn. Ég dansaði og öskraði og söng og veifaði höndunum... og það gerðu það allir. Maður í bleikum pallíettujakkafötum getur ekki klikkað. Síðustu tónleikar helgarinnar voru svo Kakkmaddafakka á Batteríinu sem voru gríðarlega hressir og héldu uppi mikilli stemningu en voru ekkert endilega að gera neitt sérstaklega spennandi hluti tónlistarlega séð.
Ef þú nenntir ekki að lesa alla leið hingað (og ég lái þér það ekki) þá var þetta basically svona: í heildina ótrúlega gaman, When Saints Go Machine slakastir en Crystal Antlers og Páll Óskar & Hjaltalín stóðu upp úr. Ég get ekki beðið eftir næstu hátíð!
Monday, October 12, 2009
Topp 5 brúðkaupslög - Krissa
5. The Cure - Love Song
“However far away
I will always love you
However long I stay
I will always love you”
Need I say more?
4. The Avett Brothers – Matrimony
“I ain't through I ain't walking out
Leaving ain't what I'm about,
You may scream and I may shout.
But baby I love you.”
Tíhí fyrir hressa brúðkaupið!
3. Moldy Peaches - Anyone Else But You (Michael Cera og Ellen Page eru jafnvel enn betri!)
“I will find my niche in your car
With my MP3, DVD, rumble pack, guitar
I don't see what anyone can see in anyone else
But you”
Sætast!
2. Bright Eyes - First Day of My Life
"And you said
This is the first day of my life
Glad I didn't die before I met you
Now I don't care, I could go anywhere with you
And I'd probably be happy"
Mwaww…
1. Nick Cave - Into My Arms
“I don’t believe in an interventionist god
But I know, darling, that you do
But if I did I would kneel down and ask him
Not to intervene when it came to you”
Því í sumar fór ég í brúðkaup þar sem þetta lag var sungið í kirkjunni og það var fullkomið! Ótrúlega fallegt lag og fullkominn texti! :)
Friday, October 9, 2009
Topp 5 brúðkaupslög - Kristín Gróa
5. Sonny and Cher - I Got You Babe
Mér datt þetta lag fyrst í hug af öllum því ég búin að vera að upplifa Groundhog Day síðustu tvær vikur!
4. The Beatles - I Want To Hold Your Hand
Þetta þarf ekkert að vera grafalvarlegt er það?
3. Wilco - You And I
But you and I
I think we can take it
All the good with the bad
Make something that no one else has
Það er ekki alltaf allt hunkydory en það er allt í lagi og það verður bara að taka því með þessu góða. Er það ekki svona dálítið það sem hjónabandið gengur út á? I wouldn't know en ég get getið mér þess til ;)
2. Nick Cave & The Bad Seeds - Into My Arms
Einfaldlega af því ég fór í brúðkaup í sumar og þar söng besta söngkona sem ég veit um þetta lag í kirkjunni fyrir fallegustu brúðhjón sem ég hef séð í seinni tíð. Já ég táraðist.
1. Todmobile - Brúðkaupslagið
Hei það heitir Brúðkaupslagið og það gerir það sjálfvirkt númer eitt.
Thursday, October 8, 2009
Sarpurinn
Ég ákvað í skyndi að taka að mér að sjá um Sarp vikunnar sem birtist svona seint vegna veikinda upphaflega Sarppennans. Þó ég hafi tekið þetta að mér með stuttum fyrirvara þá var ég ekki í neinum vafa um hvaða plötu ég ætlaði að fjalla um. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að ég var einmitt að hlusta á gamla plötu í gær sem ég gleymi alltaf og enduruppgötva reglulega.
Ég hef áður minnst á það hér að ég þakka mínum eldri og vitrari bræðrum alfarið fyrir það að ég hætti að hlusta á Rokklingana og fór að hlusta á alvöru tónlist. Þegar ég var bara tólf ára höfðu þeir þegar ausið yfir mig helling af tónlist og einn afmælisdaginn fékk ég að gjöf plötuna Mama Said með retrórokkaranum Lenny Kravitz.
Mhmm ég sagði Lenny Kravitz. Í dag þykir hann ekkert sérstaklega svalur enda orðinn soft með árunum en ég get sagt ykkur það að þegar ég fékk Mama Said plötuna fyrst í hendur og sá þennan svarta, dreadlokkaða gaur klæddan í níðþröng skrítin föt þá fannst mér hann svalastur í heimi. Það sem meira var þá fannst mér ég vera ótrúlega svöl og fullorðins að hlusta á þessa tónlist og virkilega fíla hana.
Mama Said kom út árið 1991 þegar hjónaband Kravitz og Cosby Show leikkonunnar Lisu Bonet var að leysast upp. Að sjálfsögðu litast platan mjög af þessu enda fjalla flest lögin um ástarsorg og samband sem er að liðast í sundur. Skýrasta dæmið um það er lagið It Ain't Over'til It's Over sem er enn þann dag í dag það lag Kravitz sem hefur náð bestum árangri á bandaríska vinsældalistanum. Ballaðan Stand By Woman er annað lag sem vísar beint til erfiðleikana í sambandi Kravitz og Bonet.
Þetta er nú samt ekki tómt búhú og væmni því fyrsta smáskífa plötunnar Always On The Run er rokkari sem Kravitz samdi með sjálfum Slash (sem spilar einmitt á gítar í laginu). Uppáhalds lagið mitt á pötunni er svo einhverra hluta vegna upphafslagið Fields Of Joy sem inniheldur einmitt Slash gítarsóló.
Eftir öll þessi ár þá get ég eiginlega ekki dæmt um það hvort þessi plata er í alvörunni góð eða hvort ég er enn að hlusta á hana með tólf ára eyrunum mínum þar sem Lenny Kravitz er hættulegur rokkguð en það kannski skiptir ekki máli á meðan ég nýt þess að hlusta á hana.
Saturday, October 3, 2009
Topp 5 VOND cover - Georg Atli
5. Scarlett Johansson - Last Goodbye (Jeff Buckley cover)
Scarlett er voðaleg sæt og hæfileikarík leikkona og hún kann svosem alveg að syngja ágætlega en hún ætti ekki að covera nein lög, hún sannaði það með Tom Waits tribute plötunni sinni svo rækilega að öll lögin á listanum ættu eiginlega að vera af þeirri plötu... en það væri of augljóst.
4. Dizzee Rascal - That's Not My Name (The Ting Tings cover)
Þetta er ekki einu sinni gott lag í upprunalegu útgáfunni, AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM ERTU AÐ GERA ÞAÐ VERRA!!!
3. Xiu Xiu - Fast Car (Tracy Chapman cover)
Xiu Xiu ákváðu að verða svo mikið artý og krútt að það fór hringinn og varð að einhverju allt öðru og undarlegu.
2. Chris Cornell - Billy Jean (Michael Jackson cover)
Ef að Michael Jackson hefði verið í hvítur, kjánalegur og forsöngvarinn í Creed, Nickleback eða Live þá hefði það líklega hljómað svona.
1. Olivia Newton-John - Ring of Fire (Johnny Cash cover)
Það er ekkert hægt að lýsa þessu lagi neitt, það er svo hræðilega poppað og sykursætt að það verður bara að hlusta á það ef maður vill vita. Það má reyndar benda á það að lagið kom út á plötunni Making a Good Thing Better, jú þið lásuð rétt better
Friday, October 2, 2009
Topp 5 vond cover - Erla Þóra
Ég ætla bara að púlla gelgjuna á þetta: Oh. My. God. Þetta er horrendous!
4. Goo Goo Dolls & Limp Bizkit - Wish You Were Here (Pink Floyd)
Mjög illa farið með þetta yndislega lag. Bara í einu orði sagt skelfilegt.
3. Avril Lavigne - Chop Suey (System of a Down)
Soooo bad. Þó að ég geti varla haldið lagi gæti ég ábyggilega coverað þetta betur.
2. Madonna - American Pie (Don McLean)
Hef hatað þetta cover frá fyrstu hlustun. Punktur.
1. William Shatner - Lucy in the Sky with Diamonds (The Beatles)
William Shatner er svo óendanlega svalur á kjánalegann hátt. En þetta cover er í einu orði sagt hræðilegt! (Áhugasömum er bent á að kíkja einnig á Hr. Shatner covera Elton John-slagarann Rocket Man með miklum leikrænum tilþrifum 1978).
Topp 5 vond cover
5: Should I Stay Or Should I Go - Ice Cube og Mack 10 að covera The Clash.
Þó ég sé nú gefinn fyrir rapp og Ice Cube þá er þetta alveg hræðileg misþyrming á annars fínu lagi.
4:Monkey Gone To Heaven - Far að covera The Pixies.
Illa farið með frábært lag. Sumum finnst þetta sennilega ofsalega fínt en ekki mér.
3: A Case of You - Prince að covera Joni Mitchell.
Ég hef ekki mikið hlustað á Prince og hef í raun haft eitthvað á móti honum lengi. Ætlunin er þó að gefa
honum einhvern tímann séns. En ekki í þessu lagi. Mæli frekar með Tori Amos að covera þetta og þar sem ég
finn hvergi á netinu einhverja útgáfu af laginu og er þar að auki of tækniheftur til að láta lagið
bara eitt og sér inn, þá læt ég bara útgáfuna hennar Tori fylgja með.
2:Beat on the Brat - U2 að covera Ramones.
Hræðilegt, þetta fær mig til að þola U2 enn minna en ég geri nú þegar.
1:Magic Carpet Ride - Bedlam að covera Steppenwolf.
Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum, en þessi útgáfa, sem var á Resevoir Dogs soundtrackinu, er alveg off.
Hún kemur mér jafnmikið úr stuði eins og orginalinn kemur mér í stuð.
Topp 5 vond cover - Kristín Gróa
5. Cat Power & Karen Elson - I Love You (Me Either) (Serge Gainsbourg cover)
Þetta hljómar svo vel... Cat Power með sína husky rödd syngur eitt af klúrari lögum allra tíma á móti eldheitu eiginkonunni hans Jack White. Tjah nema þær gera það með því að þýða textann orð fyrir orð og strípa allan kynþokkann úr laginu. Hvað er þá eftir?
4. Devendra Banhart - Don't Look Back In Anger (Oasis cover)
Eitt af fáum Oasis lögum sem ég fíla enn og Devendra Banhart varð auðvitað að "skrítna" það.
3. Eels - Get Ur Freak On (Missy Elliot Cover)
Ég dýrka og dái Mark Everett og hann hefur gert mörg mjög flott cover (Daniel Johnston lagið Living Life kemur fyrst upp í hugann). Þetta er aftur á móti bara furðulegt.
2. Xiu Xiu - Isobel (Björk cover)
Ókei mér finnst Xiu Xiu reyndar alveg fáránlega mistæk í sinni tónlist en þetta er bara svo vont að það það er sárt að hlusta.
1. Animal Collective - Polly (Nirvana cover)
Ég veit ekki hvernig menn með svona mikla hæfileika gátu gert svona slæmt cover. Það þarf í raun hæfileika til!