Betra er seint en aldrei...
5. Beck - Gamma Ray
Þetta er strax orðið eitt af uppáhalds Beck lögunum mínum og þá er nú mikið sagt. Þetta er svona frekar rólegur dans en mjög grúví.
4. Jamiroquai - Canned Heat
Ég enduruppgötvaði þetta lag í síðustu viku og mundi þá að ég fer alltaf ósjálfrátt að diskódansa þegar ég heyri það. Pínu vandræðalegt í vinnunni en hei...
3. Familjen - Det Snurrar I Min Skalle
Þar sem ég hlusta aldrei á útvarpið þá fór þetta lag alveg fram hjá mér þangað til í síðustu viku (hei maður getur ekki alltaf verið með á nótunum hehemm) en svo núna get ég ekki hætt að hlusta á það. Það var sko líka aldeilis dansað við það um helgina! :)
2. The Knack - My Sharona
Reality Bites dansinn blívar alltaf. Verst að ég held það fatti enginn nema KVE hvað ég er að gera (af því þau eru að gera það líka!) og allir aðrir halda að ég hafi misst vitið.
1. David Bowie - Rebel Rebel
Hér á ég við single útgáfuna því hún er miklu hressari og dansvænni en albúm útgáfan. Það er bara eitthvað við þetta lag sem kveikir algjörlega í mér. Þegar gítarriffið spilast í fyrsta sinn þá fer ég ósjálfrátt að kippast til og dansa kjánalega með öllum líkamanum. Ég elska þetta lag svo mikið!
Monday, October 27, 2008
Topp 5 lög til að dansa við - Kristín Gróa
Labels:
Beck,
danslög,
David Bowie,
Familjen,
Jamiroquai,
The Knack
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Úúú! My Sharona!!
Verð að fara að fá minn reglulega skammt af Reality Bites bráðlega :)
Post a Comment