Friday, October 17, 2008

Topp 5 léleg Bítlalög - Kristín Gróa


Ég á rosalega erfitt með að kalla Bítlalög léleg. Meira að segja þau allra heimskulegustu finnst mér oft bara fín. Yellow Submarine? Finnst það bara ekkert svo slæmt!

5. Nowhere Man

Ég veit ekki af hverju en þetta lag hefur alltaf farið alveg skelfilega í taugarnar á mér. Fæ bara ekkert út úr því að hlusta á það...

4. Rocky Raccoon

Þetta er bara svo mikið annars flokks lag. Það er ekkert pirrandi eða obnoxious heldur meira svona flehhh. Allt lagið er eitt stef endurtekið út í hið óendanlega og það stef er ekki einu sinni neitt spes... það er enginn stígandi, enginn kórus og textinn er um mann kenndan við þvottabjörn sem er stungið undan og hann svo skotinn. Eða? Who cares...

3. All You Need Is Love

Ástin er örugglega fín og allt það en maður þarf alveg meira. Mat í mallakútinn, þak yfir höfuðið, tónlist sem fær mann ekki til að kúgast...

2. Hello, Goodbye

Ef einhver getur botnað í því hvað hann Paul er að meina í þessu lagi þá er ég virkilega til í að sá hinn sami útskýri það fyrir mér. Textinn er óskiljanlegur, bakraddirnar eru kjánalegar og það gleymdist að setja laglínuna í lagið.

1. Ob-La-Di, Ob-La-Da

Fáránlega catchy lag en samt alveg gjörsamlega óþolandi. Svona lag sem ég fæ á heilann og verð svo pirruð á því að mig langar að skafa heilann á mér úr höfðinu. Brrr.

1 comment:

Krissa said...

Veit ekki alveg með nr. 3 el stínó, ég er ekkert frá því að maður þurfi mikið meira en bara ástina ;P

Og Hello, Goodbye finnst mér eiginlega bara vera hilarious og kjánó tíhí