Listinn er með töluvert íslensku sniði í þetta sinnið því ég komst ekki í tölvuna mína en kemur ekki að sök því Ísland á nóg af roki og hamrabrúnum.
Jet Black Joe - Higher and higher
JBJ-liðar voru undir miklum áhrifum af Hamrinum, einkennisklett Hafnfirðinga og þetta lag myndi ég syngja á Hamarsbrúninni (rétt hjá útsýnisskífunni) í rifnum gallabuxum, ber að ofan, í leðurjakka og með "Flying V" Fendergítar.
Yrði kannski soldið vandræðalegt ef ég rækist á Ragnar Solberg...
Margrét Eir - Heiðin há
Annar Hafnfirðingu hér á ferð og textann samdi þriðji Hafnfirðingurinn, Davíð Þór.
Þetta lag er nokkuð dramatískara en hið fyrra og valdi ég því Ásfjall, lægsta fjall landsins (127 m.) til þess að spangóla þetta lag. Búningurinn yrði að sjálfsögðu viktoríanskur kjóll með lífstykki úr hvalbeinum.
Todmobile - Brúðkaupslagið
Ekkert hafnfirskt við þetta að mér vitandi en massa lag, dramatík, stórir sembalar...það vantar eiginlega bara svona stórar álþynnur sem skapa þrumuhljóð.
Edda Heiðrún Bachmann - Önnur sjónarmið
Mér hefur lengi þótt þetta lag gríðalega epískt, sérstaklega þegar Edda Heiðrún lýsir því yfir að hún muni samt sem áður elska viðkomandi. Það er flott þegar hugsunarlaust orðasamband eins og "samt sem áður" verður svona dramatískt.
Karlakórinn Fóstbræður - Brennið þið vitar
Og talandi um karlakóra þá er ekkert dramatískara en þetta lag. Ég hugsa að ég þyrfti að vera krossfestur á hamrabrún undir djúpri lægð, nú eða bundinn við skipsmastur á Halamiðum í brælu eða ríðandi á harða skeiði undan snjóflóði til þess að skapa rétta stemningu fyrir lagið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Vá ég trúi ekki að þú skulir hafa látið íslensku útgáfuna af 'Wuthering Heights'! Mjög íslenskufræðingslegt af þér verð ég að segja...
bara einn galli við þessa annars ágætu þýðingu (ath. ég minnist ekkert á flutninginn...) en það er að hinn tilbeðni, þ.e. Heathacliffe skuli ekki heita íslenskara nafni s.s. Högni eða Héðinn
kv.
Árni
Post a Comment