Sarpurinn í dag er tileinkaður einni af perlum rokksögunnar... að minnsta kosti að mínu mati.
Árið 1997 gaf hljómsveitinn Spiritualized út plötunna Ladies And Gentlemen We Are Floating In Space, þessi plata var sú þriðja sem kom frá hljómsveitinni og skar sig töluvert úr safninu hljómlega (er það orð?) séð. Fyrri plöturna höfðu verið minimalískar og einkendust eiginlega af endurtekningum. En ef ég ætti að lýsa þessari þá myndi ég segja að hún hljómar eins og ef Bon Iver og Thurston Moore myndu gera þynnkuplötu á fullt fullt fuuuullllllt af allskonar læknadópi og Phil Spektor myndi sjá um að mixa! Alveg svakaleg gítaröskur og grútsteikt riff og óhljóð og svo hrikalega brothættar tilfinningar (og þá biturleiki og reiði) og einhverskonar beitt hreinskilni að maður verður eiginlega frekar hræddur fyrst. Þetta er plata sem þarf í flestum tilvikum nokkrar hlustanir. Besta break-up plata sem ég hef heyrt.Sagan bak við hana er að aðallinn í bandinu, Jason Pierce og Kate Radley , sem spilaði á hljómborð hættu saman. Hún stakk hann af og fór og laumugiftist Richard Ashcroft (sem mér hefur alltaf einhvernvegin fundist hann vera penis). Þetta þótt Pierce vera skítt og fór og tók helling af allskonar lyfjum og samdi tónlist um þetta allt. Gaman að benda á og segja frá því að Kate Radley spilaði á plötunni og fór í tónleikaferðalagið líka, ég býst við amk nokkrum vandræðarlegum þögnum í rútunni....
Það er erfitt að benda á einhver stök lög á þessari plötu, það verður eiginlega bara að hlusta á hana, en af því ég þarf að velja eitthvað þá eru það:
Come Together
Ladies And Gentlemen We Are Floating in Space
Cop Shoot Cop
Electricity
I Think I'm in Love
Ég verð líka að minnast á í lokin að öll umgjörðin utan um diskinn (coverið) er geðveikt flott, þetta er látið líta út eins og pillubox með leiðbeiningum um hvernig ætti að "neyta" hans og í upprunalegu útgáfunni kom diskurinn í "pilluspjaldi".
Tuesday, November 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ekki nóg með að platan sé aaawesome heldur eru umbúðirnar líklega þær flottustu sem ég hef séð! Sheize, ég held ég hafi ekki byrjað að hlusta fyrr en eftir að hafa skoðað pakkninguna í klukkutíma eða e-ð :)
Post a Comment