Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega vel að mér í þessum áratug og fyrst ætlaði ég að vera fyndin og nefna listann minn topp 5 50'sent og lista 5 góð lög með 50 cent, en svo fattaði ég að 50 cent á ekki 5 góð lög...
Þess vegna ákvað ég að lista mín 5 uppáhaldsblúslög frá 195ogeitthvað og enn frekar þá ákvað ég að taka bara lög af eðalgúmmelaði safninu The Chess Story 1947-1975, allir sem fíla blues-tónlist verða að eiga þetta safn... það er geðveikt, 340 lög af hreinni snilld.
5. So Glad I Found You - Shoeshine Johnny
Það eru bara ekta blúsarar sem eru kallaðir einhverjum svona nöfnum eins og Shoeshine!
4. Big Town Playboy - Little Johnny Jones
Einn besti blúspíanóleikarinn á þessum tíma.
3. Goin' Away Baby - Jimmy Rogers
"I'm goin' away just to worry you of my mind". Þetta er blús.
2. I'm a Man - Bo Diddley
I'm a Man alveg geðveikt lag.
Augljósa Bo Diddley lagið hér hefði verið I'm Your Hoocie Coochie Man þannig að ég set það bara líka.
1. I Can't be Satisfied - Muddy Waters
Hérna er meistarinn, þetta er uppáhalds lagið mitt með Muddy Waters... amk í augnablikinu. Hérna er slidegítar og skítugt hljóð og byssur og allskonar vesen og allur pakkinn. Þessi maður er eitt það besta sem hefur komið frá Chicago (sem er fyndið af því hann er frá Mississippi, en hann var sko hluti af Chicago blússenuni).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
hmmm... gleymdi John Lee Hooker, ekki gott.
Post a Comment