Tuesday, March 9, 2010

Plata mánaðarins

Lag vikunnar af þessari stórkostlegu plötu heitir Me and the Devil er reyndar líka coverlag (eins og lagið í síðustu viku), en það er eftir annann meistara og frumkvöðul, Robert Johnson. Lagið er lesið upp (eða segir maður kanski slammað?) eins og það væri flutt á ljóðaslammi. Flutningurinn er studdur af þykkum bassatakti og maður getur vel heyrt það á hrjúfu og gömlu röddinni að hann er orðinn soldið sjúskaður (enda búinn að eyða nokkrum af síðustu árum í fangelsi). Lagið er samt stórgott og þó að þetta sé cover og þó að röddin sé löskuð þá er það alveg greinilegt að Gil Scott-Heron er ótrúlega hæfileikaríkur tónlistarmaður.

Lag: Me and the Devil

setjum líka myndbandið hérna inn:

No comments: