Thursday, March 18, 2010

Sarpurinn

Man einhver eftir símaleiknum sem var í boði í fyrndinni (þarna í kringum 1995) sem gekk út á að vinna 'plötu vikunnar' (eða var það mánaðarins?)? Ég man bara óljóst eftir honum en hann gekk allavega út á að maður hringdi í eitthvað númer, svaraði 10 fjölvalsspurningum og ef maður svaraði þeim öllum réttum fékk maður plötuna senda. Gott ef þetta var ekki í boði Skífunnar.

Símtalið kostaði ekki einu sinni handlegg og annað augað (eins og SMS leikirnir þar sem maður sendir 10 svör í sms, 149kr per sms). Eina catchið var að maður vissi aldrei fyrirfram hvaða plata var í boði.

Ég var allavega dyggur aðdáandi leiksins og fannst hann snilld - ég var bara orðinn áskrifandi að frírri tónlist. Frekar nice!

Auðvitað fékk maður misspennandi verðlaun. Ég man þó bara eftir að hafa fengið eina plötu sem var minna eftirsóknarverð en hinar - Scatman John. Ó já, þökk sé þessum leik er ég stoltur eigandi Scatman's World með Scatman John.


Scatmaðurinn er þó ekki efni Sarpsins þessa vikuna heldur önnur, og mun betri, plata sem mér áskotnaðist einnig í þessum símaleik - fyrsta plata Supergrass, I Should Coco.


Gaz og Danny stofnuðu The Jennifers og náðu að gefa út eitt lag. Gaz kynntist svo trommaranum, Mick, árið eftir og bauð honum að vera memm. Úr varð Theodore Supergrass sem síðan varð að Supergrass. Gleði! Þeir gáfu Caught by the Fuzz (líklega enn uppáhalds Supergrass lagið mitt) út 1994 og eftir að John Peel talaði vel um þá í þættinum sínum seldist vínyllinn upp. Parlophone samdi svo við þá og gaf út nokkrar singles '94 og '95.

Vorið 1995 kom svo I Should Coco út. Strákarnir voru bara rétt um tvítugt þegar platan kom út og það heyrist - hún er ör, skemmtileg og áhrifin úr öllum áttum. Það er smá brjálæði, smá rólegheit, einn sumarhittari, eitt lag þar sem Gaz syngur hraðar en ég tala (sem er rosalegt afrek skilst mér) og eitt stk lag um það þegar Gaz var tekinn og áminntur fyrir kannabiseign. Sumarhittarinn, Alright, sá til þess að allir (já allir) heyrðu í Supergrass þetta árið.

Eins ólíkum áttum og lögin koma úr rennur platan samt einhvern veginn í gegn án þess að maður taki eftir neinu ósamræmi. Einhvern veginn tókst þeim að hrúga öllu sem þeim datt í hug saman, blanda og fá út góða heild. Merkilegt út af fyrir sig.

15 árum eftir að hún kom út er I Should Coco enn ein af uppáhalds plötunum mínum. Það virðist vera sama hversu oft ég hlusta á hana, ég fæ ekki ógeð. Það er líklega símaleiknum að þakka. Þegar ég fékk plötuna í hendur, rétt óorðin 13 ára, vissi ég lítið sem ekkert um Supergrass, hlustaði bara og fannst hvert einasta lag æði. Hefði ég hins vegar verið búin að heyra Alright hefði ég líklega búist við einhverju allt öðru og jafnvel orðið fyrir vonbrigðum.

Toppurinn var klárlega þegar Supergrass voru að gefa út Supergrass is 10 með 'best of '94-'04' og við Kristín sáum þá á Reading. Undir lok tónleikanna kom Gaz einn á sviðið með kassagítar, fékk sér sæti, tók Caught by the Fuzz og gömul hjón í vaxjökkum stóðu fyrir framan okkur og sungu með hverju orði. Unaður! :)


Thanks to everyone for everything you've done
but now it's time to go

You know it's hard, we've had some fun
but now we're almost done it's time to go

Who could ask for more?
Who could ask for more?

Time to Go
Caught by the Fuzz
Sitting Up Straight
Alright
Lenny

2 comments:

Erla Þóra said...

Ég man sko eftir þessum leik!
Góóóóð plata.

Að við skyldum ekki hafa drattast á þá þegar við vorum í Hastings "05.. úff

Krissa said...

Híhí jámm...ég fór nú ekki einu sinni á þá á Íslandi! :P