Thursday, March 4, 2010
Gonjasufi
Gonjasufi lítur út eins og umrenningur en samt svona dálítið töff umrenningur. Hann er líka með skrítið nafn og það er voðalega erfitt að finna einhverjar upplýsingar um hann á the interwebs. Það eina sem ég veit er að hann gaf út tveggja laga 7" í síðasta mánuði og að 9. mars kemur heil plata sem nefnist A Sufi & A Killer. Já og ég veit líka að hann er á mála hjá Warp og að Flying Lotus kom að gerð plötunnar. Uhhhmm and that's it. Við skulum heyra dæmi og sjá smá viðtalsbút við kauða.
Gonjasufi - Ancestors
Gonjasufi - Sheep
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment