Þessi plata er búin að vera á næstum því non-stop repeat hjá mér í margar vikur og í hverri hlustun heyrir maður eitthvað nýtt sem er alveg þess virði að skrifa langa pistla um.
Núna ætla ég samt bara að skrifa smá um lagið "The Crutch".
Uppbyggingin á plötunni er soldið sérstök:
15 lög á plötunni, 3 cover og 1 sem er byggt á texta John Lee Hooker og 5 "lög" sem eru styttri en mínúta og síðan er platan römmuð inn með ljóði/hugleiðingu sem er lesið upp og skipt í 2 hluta (fyrsta og síðasta lag).
Þetta gerir það samt að verkum að maður tekur einhvernveginn frekar eftir frumsömdu lögunum hans. Lag vikunnar er mitt uppáhaldslagið mitt á þessari plötu, amk í þessari viku.
The Crutch segir frá fíkli en Gil Scott-Heron er ekki að dæma neinn. Hann segir frá þannig að það er ljóst að hann þekkir til þessa lífs sagan er myrk og hann er ekkert að draga undan, lýsingin er raunsæ. Richard Russell sem síðan sjálft lagið og það er þétt og einhvernvegin þröngt... maður fær næstum innilokunnar tilfinningu og textinn er eins og alltaf magnaður.
"...a world of lonely men and no love, no god."
Lag: The Crutch
Tuesday, March 16, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment