Tuesday, March 2, 2010

Plata mánaðarins

Plata mánaðarins er I'm New Here með Gil Scott-Heron.


Gil Scott-Heron er einn mesti áhrifavaldur tónlistarsögunnar. Hann er einn af þeim tónlistarmönnum sem öll hip hop senan í dag byggist á. Gil Scott-Heron er samt ekki beinlínis rappari eða söngvari. Hann er soldið eins og Megas eða Leonard Cohen að því leiti að hefur ekki þessa klassísku fallegu söng rödd heldur eru það textarnir hans sem eru aðalsmerkið hans. Gil Scott-Heron er þannig fyrst og fremst ljóðskáld og tengdist aktivisma sem og réttindabaráttu svartra sem var/er honum mjög hugleikinn, eins og sést t.d. í einu af hans frægasta lagi: The Revolution Will Not Be Televised (Þetta lag verða allir Hipphopp aðdáendur að eiga!).

Nýja platan hans er sú fyrsta í 13 ár og hún er pródúseruð af Richard Russell (sem á XL Records). Platan er full af stökkum og dimmum töktum sem að skyggja samt aldrei á snilldarlegan textann. Þar sem hann segir frá sinni eigin reynslu og hugsunum um lífið. Þessi plata er allt öðruvísi en allt annað sem að hefur komið út frá honum, hún er opinská og hreinskilin. Plata er t.d. römmuð inn með ljóði sem hann skiptir niður í tvo hluta (On Coming From A Broken Home pt. 1 og 2) þar sem hann segir aeins frá hvernig hann ólst upp. Á plötunni eru líka coverlög og eitt af þeim er einmitt lag mánaðarins, I'm New Here en þar tekur hann gamlann Smog slagara og flytur á sinn eigin hátt.

Meira á mánudag.

Lag:

I'm New Here



p.s. ég ætla líka að benda á magnaða endurgerð af laginu hans. Hérna er DJ Vadim og Sarah Jones að hakka hippop menningu nútímans í sig með laginu Your Revolution

No comments: