Friday, February 26, 2010
Toppp 5 eyjaskeggjar - Kristín Gróa
5. OOIOO (Japan)
Ég mun aldrei gleyma svipnum á vinnufélögum mínum í Rússlandi þegar þetta fór að spilast í tölvunni minni eftir að Okkervil River platan kláraðist. Ég held þeir haldi enn að ég sé pínu geðveik.
OOIOO - UMA
4. The Bees (Isle of Wight)
Vúúúúúú hressu býflugustrákarnir eru frá Isle of Wight!
The Bees - Listening Man
3. The Bee Gees (Isle of Man)
Gibb bræður eru fæddir á eynni Mön þó þeir hafi fyrst notið vinsælda á annari eyju hinum megin á hnettinum, nefnilega Ástralíu.
The Bee Gees - Jive Talkin'
2. Neil Finn (Nýja Sjáland)
Nýsjálenski tónlistarmaðurinn Neil Finn var ásamt bróður sínum Tim Finn aðalmaðurinn í hljómsveitinni Split Enz og leiddi svo hina enn vinsælli Crowded House þegar bróðir hans flutti til Englands. Þeir tveir hafa síðan gefið út plötur saman undir nafninu The Finn Brothers og sjálfur hefur hann gefið út fimm sólóplötur.
Crowded House - Something So Strong
1. Desmond Dekker (Jamaica)
Það er frekar erfitt að velja bara einn jamækskan artista á þennan lista því úr nógu mörgum er að velja. Desmond Dekker er alltaf í uppáhaldi samt svo hann fær að vera memm og að tróna á toppnum!
Desmond Dekker - Shanty Town
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment