Árið 1995 kom í fyrsta sinn á svið í þættinum hljómsveit sem hafði ekki plötusamning. Skoska sveitn (strax plús í mínum bókum) Bis var þarna komin að taka lagið Kandy Pop af þá óútgefinni EP plötu sinni, Secret Vampire Soundtrack.
Tríóið Bis, sem reyndar lagði upp laupana 2003 fyrir utan stutta endurkomu 2007 skyldi eftir sig fjórar stórar plötur og fjölda EP platna. Ágætis efni sumt, en því miður ekkert sem fær mig til að stofna íslenska Bis aðdáendaklúbbinn. Við skulum því ekki dvelja lengi við þeirra eigin efni.
Bis á þó stað í hjarta mínu því cover lag með sveitinni kveikti aftur og minnti mig á snilldina sem er Joy Division. Cover lög geta annað hvort verið algjör eftiröpun af upprunalega laginu eða eitthvað allt annað og nýtt. Ég persónulega hallast að seinni kostinu, finnst fátt skemmtilegra en cover lag sem tekur gamalt lag og gerir að nýju, þannig að lagið fái framhaldslíf sem eitthvað allt annað. Eða eins og Sigga Beinteins myndi segja sem Idol dómari "Þú gerðir lagið að þínu".
Það verður því svo að mín fyrsta færsla hér verður þetta ágæta coverlag.
Love will tear us apart
1 comment:
Er þetta blokkflauta sem hún er með þarna í byrjun? Svalt!
Post a Comment