Friday, February 12, 2010

Topp 5 þemaplötur - Theodór



Þemaplötur eða "Concept albums" upp á engilsaxnesku eru áhugavert fyrirbrigði.

Skilgreining Wikipedia á þemaplötum er eftirfarandi: In popular music, a concept album is an album that is "unified by a theme, which can be instrumental, compositional, narrative, or lyrical". Commonly, concept albums tend to incorporate preconceived musical or lyrical ideas rather than being improvised or composed in the studio, with all songs contributing to a single overall theme or unified story. This is in contrast to the practice of an artist or group releasing an album consisting of a number of unconnected (lyrically or otherwise) songs performed by the artist.

Eftir að hafa lesið þetta ákvað ég að velja þær uppáhaldsplötur mínar sem samkvæmt þessari skilgreiningu eru þemaplötur.

5. Dust Bowl Ballads - Woody Guthrie.
Ein af fyrstu plötunum til að vera talin þemaplata. Platan fjallar um þau áhrif sem miklir sandstormar höfðu á líf bænda í Bandaríkjunum upp úr 1930. Bókin Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck fjallar einnig um þessa sömu atburði og tvö lög af plötunni bera nafn aðalsöguhetju bókarinnar, Tom Joad.

Lög: Tom Joad part I&II

4. Pet Sounds - Beach Boys.
Ein af áhrifamestu plötum allra tíma og oft talin vera gott vitni um geðheilsu Brian Wilson.

Lag: Sloop John B

3. Wish You Were Here - Pink Floyd.
Inniheldur ekki nema 5 lög og er að stórum hluta til "tribute" til Syd Barrett fyrrum gítarleikara sveitarinnar.

Lag: Wish You Were Here

2. The Fragile - Nine Inch Nails.
Á síðustu öld hlustaði ég og vinir mínir mikið á þessa plötu og vorum með miklar hugmyndir í myndbandagerð tengdri nokkrum lögum á henni. Algjör snilld!

Lag: The Day The World Went Away

1. A Grand Don't Come For Free - The Streets.
Sagan sem þessi plata segir er yndislega skemmtileg.

Lag: Fit But You Know It

No comments: